Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 14:43 Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Evrópuþingið á nýjan leik. Getty Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews
Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira