Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. september 2025 11:16 Sigurjón segir að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda ættu að koma hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði. Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“ Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“
Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira