Innlent

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan við störf í miðbænum. Úr safni.
Lögreglan við störf í miðbænum. Úr safni. Vísir/Samúel

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Í miðbænum var tilkynnt um einn ofurölvi sem var handtekinn vegna ástands, en hann neitaði að gefa upp bæði nafn og kennitölu. Á lögreglustöð hrækti maðurinn á lögreglumann og reyndi að bíta aðra. Var hann vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um mann sem var að selja fíkniefni á skemmtistað í miðbænum, en hann var handtekinn og við öryggisleit fundust á honum meint fíkniefni sem voru í kjölfarið handlögð af lögreglu.

Í efri byggðum Kópavogs, 203, var tilkynnt um hávaða innandyra. Lögregla bankaði upp á og lofuðu partíhaldarar að lækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×