Fjárlagafrumvarp 2026

Fréttamynd

Þegar líf liggur við

Á undanförnum vikum hefur umræðan um fjárlög næsta árs leitt í ljós grafalvarlega stöðu í fjármögnun krabbameinslyfja. Þessi staða hefur ekki aðeins komið fram í umsögnum helstu fagstofnana, heldur einnig í beinum ábendingum Landspítala, Krabbameinsfélags Íslands og fjárlaganefndar Alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar fjár­lögin vinna gegn mark­miðinu

Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár.

Skoðun
Fréttamynd

Stór orð – litlar efndir

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Mótor­hjólin úti – Fjór­hjólin inni

Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. að sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­lögin 2026: Hvert stefnum við?

Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­lög snúast um þjónustu við fólk

Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­menn mæta í vinnuna á laugar­dögum í desem­ber

Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

„Öll kosninga­lof­orð eru svikin“

Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til breytingar um hærri út­gjöld og meiri skatt­tekjur

Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila.

Innlent
Fréttamynd

Mótorkrossiðkun barna sé í upp­námi vegna vöru­gjalda

Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „ís­lenska öryggismódelið“

Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt.

Innlent
Fréttamynd

Skatt­frjáls ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar – fyrir alla!

Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð.

Skoðun
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Segir ó­virðingu að kalla Ljósið „sam­tök úti í bæ“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. 

Innlent
Fréttamynd

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um.

Innlent
Fréttamynd

Vísinda­rannsóknir og þróun – til um­hugsunar í til­tekt

Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks.

Skoðun
Fréttamynd

7 milljarða húsnæðisstuðningur af­numinn… en hvað kemur í staðinn?

Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári.

Skoðun
Fréttamynd

Skorar á ríkis­stjórnina að fjár­magna ís­lensku­nám

Prófessor í íslensku hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að hækka fjárframlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann segir að læri innflytjendur ekki tungumálið bitni það á samfélaginu í heild.

Innlent
Fréttamynd

Enska verði orðin ráðandi í at­vinnu­lífi um miðja öld

Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­myndin víti til varnaðar

Keir Starmer og Verkamannaflokkurinn tóku við stjórnartaumunum í Bretlandi fyrir rúmum fjórtán mánuðum síðan, eða um hálfu ári áður en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur undir forystu Samfylkingarinnar var mynduð hér á landi.

Innherji
  • «
  • 1
  • 2