
Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni
Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað.