Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar 6. desember 2025 10:01 Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Hamskipti húsa Skoðun Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Nýtum færið Skoðun Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar