Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2025 08:23 Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Ætla má að fjárlögin verði fyrirferðarmikil í störfum þingsins það sem eftir er af þingstörfum fram að jólum. Versnandi hagvaxtarhorfur hafa áhrif Bent er á í nefndarálitinu að efnahagsforsendur hafi breyst síðan frumvarpið var fyrst lagt fram. Þá hafi verið gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 2,2% í ár en 2,6% á því næsta en hins vegar hafi hagvaxtarhorfur farið versnandi og uppfærð spá geri nú ráð fyrir að hagvöxtur verði ekki nema 1,8% á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs yrði um 15 milljarðar á næsta ári en eftir umfjöllun nefndarinnar fyrir aðra umræðu er ljóst að hallinn verður nær þrjátíu milljörðum. „Ýmsir erfiðleikar í atvinnulífinu hafa valdið því að hagvaxtarhorfur hafa versnað, sem birtist fyrst og fremst í minni vexti í útflutningi. Í upphaflegu hagspánni var reiknað með að útflutningur myndi aukast um 2,5% á næsta ári en nú er reiknað með að nánast enginn vöxtur verði í útflutningi á næsta ári,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Þrátt fyrir versnandi horfur er þó ekki gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman en áætlað er að hún verði 5.287 milljarðar á næsta ári. Meiri tekjur af erfðafjárskatti en minni af tekjuskatti einstaklinga Hvað lýtur að breytingum á tekjuhlið frumvarpsins leggur meirihluti fjárlaganefndar til breytingar sem fela í sér heildarhækkun tekna upp á 7,5 milljarða til viðbótar. Tekjuaukningin felist í hærri vaxtatekjum upp á 1,1 milljarð og hækkun frumtekna upp á 6,4 milljarða. Þannig hækki tekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 2,6 milljarða, en tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga dragist saman um 1,6 milljarð, meðal annars vegna minnkandi umsvifa á vinnumarkaði og hækkunar persónuafsláttar. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 2,8 milljarða vegna afnáms samnýtingar skattþrepa sambýlisfólks og um 2,1 milljarð vegna boðaðra breytinga á innheimtu erfðafjárskatts. Þá fái ríkið 1,5 milljarð meira í kassann vegna tekjuskatts á lögaðila samkvæmt boðuðum breytingatillögum meirihlutans. Hækkun bóta, ný stofnun og aðgerðir gegn fíknivanda auka útgjöld Hvað snýr að 19,6 milljarða hækkun útgjalda frá upphaflega frumvarpinu vega einna þyngst aukin vaxtagjöld upp á 4 milljarða. Hvað snýr að hækkun frumgjalda gerir nefndin ráð fyrir auknum útgjöldum vegna endurmats á launa- og verðlagsforsendum upp á 6,6 milljarða, þar af eru 3 milljarðar vegna hækkunar á bótum almannatrygginga. Þá vegur einnig þungt ákvörðun um að falla frá niðurfellingu framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og hækkun gjalda sökum þess upp á 4,9 milljarða. Endurmat á almannatryggingum vegna endurhæfingar gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 3 milljarða og þá fari 2 milljarðar í nýja stofnun um öryggisráðstafanir sem gert er ráð fyrir á Hólmsheiði. Þá er lagt til að 1,1 milljarður til viðbótar fari í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og rúmur milljarður verði veittur til að efla stofnanir sem vinna gegn fíknivanda og auka endurhæfingu. Þá fari 600 milljónir aukalega í málefni Grindavíkur og einn milljarður í viðbót í fjárheimildir til Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð. Loks gerir nefndin breytingartillögu um einn milljarð til tækjakaupa í nýbyggingu endurhæfingardeildar á Grensás og 400 milljónum til aðgerðarþjarka á Landspítala. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ætla má að fjárlögin verði fyrirferðarmikil í störfum þingsins það sem eftir er af þingstörfum fram að jólum. Versnandi hagvaxtarhorfur hafa áhrif Bent er á í nefndarálitinu að efnahagsforsendur hafi breyst síðan frumvarpið var fyrst lagt fram. Þá hafi verið gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 2,2% í ár en 2,6% á því næsta en hins vegar hafi hagvaxtarhorfur farið versnandi og uppfærð spá geri nú ráð fyrir að hagvöxtur verði ekki nema 1,8% á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs yrði um 15 milljarðar á næsta ári en eftir umfjöllun nefndarinnar fyrir aðra umræðu er ljóst að hallinn verður nær þrjátíu milljörðum. „Ýmsir erfiðleikar í atvinnulífinu hafa valdið því að hagvaxtarhorfur hafa versnað, sem birtist fyrst og fremst í minni vexti í útflutningi. Í upphaflegu hagspánni var reiknað með að útflutningur myndi aukast um 2,5% á næsta ári en nú er reiknað með að nánast enginn vöxtur verði í útflutningi á næsta ári,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Þrátt fyrir versnandi horfur er þó ekki gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman en áætlað er að hún verði 5.287 milljarðar á næsta ári. Meiri tekjur af erfðafjárskatti en minni af tekjuskatti einstaklinga Hvað lýtur að breytingum á tekjuhlið frumvarpsins leggur meirihluti fjárlaganefndar til breytingar sem fela í sér heildarhækkun tekna upp á 7,5 milljarða til viðbótar. Tekjuaukningin felist í hærri vaxtatekjum upp á 1,1 milljarð og hækkun frumtekna upp á 6,4 milljarða. Þannig hækki tekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 2,6 milljarða, en tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga dragist saman um 1,6 milljarð, meðal annars vegna minnkandi umsvifa á vinnumarkaði og hækkunar persónuafsláttar. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 2,8 milljarða vegna afnáms samnýtingar skattþrepa sambýlisfólks og um 2,1 milljarð vegna boðaðra breytinga á innheimtu erfðafjárskatts. Þá fái ríkið 1,5 milljarð meira í kassann vegna tekjuskatts á lögaðila samkvæmt boðuðum breytingatillögum meirihlutans. Hækkun bóta, ný stofnun og aðgerðir gegn fíknivanda auka útgjöld Hvað snýr að 19,6 milljarða hækkun útgjalda frá upphaflega frumvarpinu vega einna þyngst aukin vaxtagjöld upp á 4 milljarða. Hvað snýr að hækkun frumgjalda gerir nefndin ráð fyrir auknum útgjöldum vegna endurmats á launa- og verðlagsforsendum upp á 6,6 milljarða, þar af eru 3 milljarðar vegna hækkunar á bótum almannatrygginga. Þá vegur einnig þungt ákvörðun um að falla frá niðurfellingu framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og hækkun gjalda sökum þess upp á 4,9 milljarða. Endurmat á almannatryggingum vegna endurhæfingar gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 3 milljarða og þá fari 2 milljarðar í nýja stofnun um öryggisráðstafanir sem gert er ráð fyrir á Hólmsheiði. Þá er lagt til að 1,1 milljarður til viðbótar fari í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og rúmur milljarður verði veittur til að efla stofnanir sem vinna gegn fíknivanda og auka endurhæfingu. Þá fari 600 milljónir aukalega í málefni Grindavíkur og einn milljarður í viðbót í fjárheimildir til Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð. Loks gerir nefndin breytingartillögu um einn milljarð til tækjakaupa í nýbyggingu endurhæfingardeildar á Grensás og 400 milljónum til aðgerðarþjarka á Landspítala.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira