Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:32 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar