Fjárlagafrumvarp 2026

Fréttamynd

Sam­fylkingin hækkar gjöld á háskóla­nema

Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur

Framlag til Fæðingarorlofssjóðs mun hækka um 1,8 milljarð króna á komandi fjárlagaári. Er það gert vegna ákvæðis í kjarasamningum frá því í fyrra um að hámarksgreiðslur úr sjóðnum eigi að hækka úr átta hundruð þúsund krónum í níu hundruð þúsund.

Innlent
Fréttamynd

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

„Sultaról rit­höfunda enn hert“ í fjár­lögum

Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hallar á karla í fjár­laga­frum­varpi

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu.

Innlent
Fréttamynd

Af­koman batnar frá fjár­málaáætlun en aðhalds­stigið „því sem næst hlut­laust“

Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.

Innherji
Fréttamynd

„Allir vilja alltaf meira“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“

Innlent
Fréttamynd

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Innlent