Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 11:37 Fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra var afgreitt úr annari umræðu. Vísir/Anton Brink Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2026 lauk rétt fyrir klukkan 19 í gær og sluppu þingmenn við að halda þingfund í dag, laugardag. Fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra var samþykkt með fimmtíu atkvæðum og því vísað til fjárlaganefndar og svo þriðju umræðu. Um fjörutíu breytingatillögur á frumvarpinu voru þá einnig samþykktar á þinginu í gær. Morgunblaðið greinir enn frekar frá því að stjórnarliðar hafi frestað breytingum á mati á erfðafjárskatti sem voru fyrirhugaðar í bandorminum svokallaða, sem er frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Breytingarnar höfðu mætt andspyrnu bænda þar sem þau eru sögð gera þeim erfiðara fyrir að arfleiða bú sín til ættingja. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna mótmælti breytingunum í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. „Hér eru stóru verkin.“ Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi, þá einkum þegar Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðismaður gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar talaði hann háðslega um að „besta málið“ í fjárlagafrumvarpinu væri fólgið í breytingartillögu fjárlaganefndar sem lagði til sölu á ýmsum fasteignum sem væru í eigu ríkisins. „Farið þið bara yfir listann. Við erum í alvöru að selja íbúðarhús á leigulóð að Kornbrekku í Rangárþingi ytra,“ sagði hann. Þá heyrðist karlmannsrödd kalla úr þingsal: „Þið náðuð því ekki í síðustu stjórn.“ Og þingheimur hló. „Heimur batnandi fer,“ bætti Guðlaugur Þór við. „Hér eru stóru verkin.“ Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2026 lauk rétt fyrir klukkan 19 í gær og sluppu þingmenn við að halda þingfund í dag, laugardag. Fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra var samþykkt með fimmtíu atkvæðum og því vísað til fjárlaganefndar og svo þriðju umræðu. Um fjörutíu breytingatillögur á frumvarpinu voru þá einnig samþykktar á þinginu í gær. Morgunblaðið greinir enn frekar frá því að stjórnarliðar hafi frestað breytingum á mati á erfðafjárskatti sem voru fyrirhugaðar í bandorminum svokallaða, sem er frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Breytingarnar höfðu mætt andspyrnu bænda þar sem þau eru sögð gera þeim erfiðara fyrir að arfleiða bú sín til ættingja. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna mótmælti breytingunum í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. „Hér eru stóru verkin.“ Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi, þá einkum þegar Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðismaður gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar talaði hann háðslega um að „besta málið“ í fjárlagafrumvarpinu væri fólgið í breytingartillögu fjárlaganefndar sem lagði til sölu á ýmsum fasteignum sem væru í eigu ríkisins. „Farið þið bara yfir listann. Við erum í alvöru að selja íbúðarhús á leigulóð að Kornbrekku í Rangárþingi ytra,“ sagði hann. Þá heyrðist karlmannsrödd kalla úr þingsal: „Þið náðuð því ekki í síðustu stjórn.“ Og þingheimur hló. „Heimur batnandi fer,“ bætti Guðlaugur Þór við. „Hér eru stóru verkin.“
Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira