Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Leikmenn enska kvennalandsliðsins hafa fagnað vel og innilega síðan þær urðu Evrópumeistarar um liðna helgi. Hin stóíska Sarina Wiegman, þjálfari liðsins, stal hins vegar senunni í kjölfar fagnaðarláta liðsins heima fyrir. Fótbolti 29.7.2025 18:30
Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins England og Spánn áttu langflesta leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í Sviss eða átta af ellefu. Evrópumeistarar Englands eru með fjóra leikmenn í liðinu og silfurlið Spánar með aðra fjóra þar af alla miðjumenn liðsins. Fótbolti 29.7.2025 17:15
Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Fótbolti 29.7.2025 07:00
Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni England er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir sigur gegn Spánverjum í úrslitum í dag. Fótbolti 27. júlí 2025 15:15
James með á æfingu í dag England og Spánn mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á morgun en stærsta spurningamerkið í uppstillingu Englands hefur verið Lauren James. Fótbolti 26. júlí 2025 14:15
Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Íslenska kvennalandsliðið var í meirihluta þegar kom að þeim liðum á Evrópumótinu í Sviss sem spiluðu með fyrirliðaband í regnbogalitunum. Fótbolti 26. júlí 2025 09:02
Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Spánverjar eru komnir í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sviss eftir 1-0 sigur í kvöld í framlengdum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Fótbolti 23. júlí 2025 21:34
Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Fótbolti 23. júlí 2025 15:15
Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Fótbolti 23. júlí 2025 12:46
Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 23. júlí 2025 07:28
„Við viljum meira“ England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss. Fótbolti 22. júlí 2025 23:15
Enskar í úrslit eftir dramatík Ríkjandi Evrópumeistarar Englands geta varið titil sinn eftir hádramatískan sigur á Ítalíu í undanúrslitum EM kvenna í knattspyrnu í Genf. Lokatölur 2-1 eftir framlengdan leik. Fótbolti 22. júlí 2025 21:50
„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. Fótbolti 21. júlí 2025 22:46
Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Lucy Bronze, varnarmaður enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn hafi þurft að þola enn fleiri árásir eftir því sem kvennaboltinn hefur stækkað. Fótbolti 21. júlí 2025 09:47
Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Forráðamenn enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa sett sig í samband við lögregluna eftir að Jess Carter, varnarmaður liðsins, varð fyrir kynþáttaníð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Sviss. Fótbolti 20. júlí 2025 20:01
Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Hin átján ára gamla Smilla Holmberg var skúrkurinn þegar sænska kvennalandsliðið datt út á Evrópumótinu í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni. Fótbolti 20. júlí 2025 15:38
Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Ann-Katrin Berger var lykilmanneskjan á bak við það að þýska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í Sviss. Fótbolti 20. júlí 2025 12:30
Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Kathrin Hendrich er einn af reyndustu leikmönnum þýska kvennalandsliðsins í fótbolta en hún skildi liðið sitt eftir í skítnum eftir óskiljanlega ákvörðun í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss í gær. Fótbolti 20. júlí 2025 10:03
Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Þýskaland er á leið í undanúrslit Evrópumóts kvenna eftir sigur gegn Frökkum í átta liða úrslitum í kvöld. Þjóðverjar léku stærstan hluta leiksins manni færri, en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 19. júlí 2025 18:25
Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Spænska kvennalandsliðið sló Sviss út úr átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöldi en eftir leik kom upp mjög óvanalegt atvik. Fótbolti 19. júlí 2025 13:30
Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. Fótbolti 19. júlí 2025 09:30
Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Spánn er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á heimakonum í Sviss. Spánverjar brenndu af tveimur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Fótbolti 18. júlí 2025 20:55
Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. Fótbolti 18. júlí 2025 15:18
Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Enska knattspyrnukonan Chloe Kelly átti magnaða innkomu í gærkvöldi í endurkomu enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Fótbolti 18. júlí 2025 10:00