Fótbolti

UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópu­móti kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ensku landsliðskonurnar Ella Toone og Alessia Russo fagna Evrópumeistaratitlinum saman.
Ensku landsliðskonurnar Ella Toone og Alessia Russo fagna Evrópumeistaratitlinum saman. Getty/Florencia Tan Jun

Evrópumót kvenna í fótbolta er nýlokið í Sviss og þótti það heppnast mjög vel. Leikirnir voru flestir mjög skemmtilegir, það vantaði ekki dramatíkina og aldrei áður hafa fleiri áhorfendur mætt á Evrópumót kvenna.

Evrópumót kvenna hefur stimplað sig inn sem hápunktur á fótboltadagatalinu.

Það eru þó ekki aðeins góðar fréttir af Evrópumótinu.

Áhuginn á kvennafótboltanum er auðvitað alltaf að aukast og þetta mót var vissulega skrefi í rétta átt.

Vandamálið fyrir Knattspyrnusamband Evrópu er að innkoman á mótinu er ekki nálægt því að vera sú sama og þegar þeir halda samskonar mót hjá körlunum.

Þetta sést vel á tölunum um tekjur sambandsins af EM kvenna 2025 í samanburði við EM karla 2024. Hér koma inn tekjur af miðasölu, sölu auglýsinga og sölu sjónvarpssamninga. Það er enn miklu ódýrara fyrir áhorfendur og fyrirtæki að koma að mótinu miðað við EM karla.

Þetta skilar sér auðvitað í reikningum sambandsins. Evrópumót kvenna er risamót með miklum tilkostnaði en við þurfum greinilega enn að bíða eftir að það skili hagnaði.

UEFA græddi 1,2 milljarða evra á karlamótinu fyrir ári síðan eða 171 milljarð íslenskra króna.

UEFA tapaði hins vegar á bilinu 20 til 25 milljónum evra á kvennamótinu í ár. Það gerir tap á bilinu 2,8 milljarðar til 3,6 milljarðar íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×