Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 15:15 Þorsteinn hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2021. EPA/Alessandro Della VAalle Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót. Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót.
Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48
„Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32