Fótbolti

Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannah Hampton sagði góða sögu en hún virðist þó ekki vera alveg sönn.
Hannah Hampton sagði góða sögu en hún virðist þó ekki vera alveg sönn. Getty/Mustafa Yalcin

Hannah Hampton var hetja enska landsliðsins í vítakeppninni í úrslitaleik Evrópumótsins í síðasta mánuð. Hún var síðan valin besti markvörður EM í Sviss. Saga hennar frá vitakeppninni í úrslitaleiknum virðist þó ekki eiga stoð í raunveruleikanum.

Hampton mætti í viðtal á TalkSport og sagði frá því sem hún tók upp á í vítakeppninni.

Það vakti strax athygli á kvöldi úrslitaleiknum að Hampton var ekki með upplýsingar um vítaskyttur Spánverja á vatnsflösku sinni eins og margir markverðir, heldur á miða á hendinni.

Hampton sagði frá því að hún hefði séð markvörð spænska liðsins, vera með samskonar upplýsingar um ensku vítaskytturnar, á sinni flösku.

„Hún var með þetta á vatnsflöskunni sinni. Þegar hún fór í markið til að verjast víti þá tók ég flöskuna hennar og henti henni til ensku stuðningsmannanna þannig að hún væri ekki með þessar upplýsingar,“ sagði Hampton.

„Ég set þetta aldrei á mína flösku af því að allir geta gert slíkt hið sama. Þessa vegna set ég upplýsingarnar á hendina á mína og sjónvarpsvélarnar náðu því,“ sagði Hampton.

„Það var ekki erfitt að taka flöskuna hennar. Hún er bara í handklæði sem þú tekur upp. Það stóð ekkert á minni flösku en hún var með sama vörumerki þannig að ég setti bara mína flösku í staðinn,“ sagði Hampton.

„Ég sá að hún var að leita að flöskunni sinni og var svo ringluð. Ég var svo mikið að passa mig að fara ekki að hlæja,“ sagði Hampton. Skemmtileg saga sem vakti athygli.

Málið er bara að umræddur markvörður spænska liðsins kom síðan fram á samfélagsmiðlum og sagði enska markvörðinn ljúga þessu.

„Allt í lagi. Verið nú alveg róleg. Bara ef þetta væri nú satt,“ skrifaði Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×