Reykjavík

Fréttamynd

Réðust á tvo menn á göngu

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, rúðubrots á skemmtistað, hópslagsmála og ofurölvi ferðamanns í gærkvöldi og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Vill selja bílastæða­hús borgarinnar og Iðnó

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún  selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

„Prófið að plokka og sjáið árangurinn“

Stóri Plokkdagurinn er haldinn í dag áttunda árið í röð en um er að ræða stærsta hreinsunarátak á Íslandi. Dagurinn var settur í Breiðholti í morgun af eiginmanni forseta Íslands en verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka segir plokkið vera það skemmtilegasta sem hún geri.

Lífið
Fréttamynd

Amman hand­leggs­brotin eftir hundsbit með barna­barnið í göngu­túr

Kona á göngu í Árbænum með ungbarn og lítinn hund lenti í því að hundur af tegundinni husky réðst að henni. Hún handleggsbrotnaði við bitið og þarf að gangast undir aðgerð. Dóttir hennar ber engan kala til eigandans en gerir ákall eftir því að ýtt verði undir upplýsingaskyldu hundaræktenda og að hundaþjálfunarnámskeið verði gerð að skyldu fyrir hundaeigendur. 

Innlent
Fréttamynd

Þrettán gistu fanga­geymslur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborg Reykjavíkur í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó

Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist.

Lífið
Fréttamynd

Skiljan­legt að málið veki upp miklar og erfiðar til­finningar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi her­skipa við Reykja­víkur­höfn

Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins hófu að koma til hafnar í Reykjavík í gærmorgun en skipin eru hingað komin til að taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem hefst eftir helgi og er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn trú­verðugur en sá sem var stunginn mis­vísandi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?

Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir.

Skoðun
Fréttamynd

Kastaði eggjum í bíl

Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legir fjár­munir sveitar­fé­laga í öryggisvistanir

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent
Fréttamynd

Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá

Borgarstjóri segir að könnun Maskínu um væntingar til meirihlutans í borginni að mörgu leyti góð fyrir meirihlutann. Rúmur helmingur svarenda ber litlar væntingar til meirihlutans og þá sérstaklega borgarbúar austan Elliðaáa.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu brott­vísun Oscars við dóms­mála­ráðu­neytið

Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Stóri plokk­dagurinn haldinn á sunnu­daginn

„Stóri plokkdagurinn“ verður haldinn um land allt næstkomandi sunnudag. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun setja daginn við Sorpu í Breiðholti klukkan 10:00 og hafa öll verið hvött til að koma og taka þátt í opnunarviðburðinum, sérstaklega íbúar í Breiðholti.

Lífið
Fréttamynd

Stöðvaður á 116 kíló­metra hraða

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar á ölstofu í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var sá grunaði farinn af vettvangi. Málið er í rannsókn samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Innlent