Akstursíþróttir

Fréttamynd

Ver­stappen telur sig ekki geta barist um titilinn

Þó hinn margfaldi heimsmeistari Max Verstappen hafi saxað á forystu Lando Norris í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1 þá efast Hollendingurinn um að það sé nóg til að geta barist við Norris og kollega hans Oscar Piastri um heimsmeistaratitilinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku

Lando Norris, ökumaður McLaren, átti besta tímann á síðustu æfingu í Baku í Aserbaísjan í morgun. Liðsfélagi hans, Oscar Piastri, var þriðji en heimsmeistarinn Max Verstappen skaut sér á milli þeirra, 0,222 sekúndum á eftir Norris.

Formúla 1
Fréttamynd

Býður sig ó­vænt fram til for­seta fyrst kvenna

Ung svissnesk kona að nafni Laura Villars hefur tilkynnt óvænt framboð til forseta alþjóðaakstursíþróttasambandsins, FIA. Hún er fyrsta konan sem býður sig fram til embættisins og stefnir á að steypa ríkjandi forseta af stóli.

Sport
Fréttamynd

Al­var­legt slys á starfs­mönnum á Ís­lands­meistar­móti í rallycross

Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. 

Innlent
Fréttamynd

Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu

Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri

Charles Leclerc hjá Ferrari fór fyrstur af stað í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 en tókst ekki að halda í við hraðann hjá McLaren eða Mercedes. Áhættusamur Lando Norris hjá McLaren stökk upp um tvö sæti og stóð uppi sem sigurvegari, liðsfélagi hans Oscar Piastri varð annar en Mercedes ökuþórinn George Russell náði þriðja sætinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Norris á ráspól í Belgíu á morgun

Lando Norris, ökumaður McLaren, verður á ráspól í Belgíukappakstrinum á morgun en hann skákaði liðsfélaga sínum Oscar Piastri með örlitlum mun í tímatökunum í dag.

Formúla 1