Formúla 1

F1-ökumaður gagn­rýndur fyrir van­virðingu við Schumacher

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pierre Gasly í rauða Marlboro-jakkanum á skíðum í Ölpunum.
Pierre Gasly í rauða Marlboro-jakkanum á skíðum í Ölpunum. instagram-síða pierre gasly

Pierre Gasly, ökumaður Alpine í Formúlu 1, hefur fengið bágt fyrir mynd sem hann birti af sér á Instagram. Þar þótti hann sína Michael Schumacher vanvirðingu.

Á dögunum birti Gasly myndir af sér á Instagram úr skíðaferð í Ölpunum.

Hann var klæddur í rauðan jakka með merki sígarettuframleiðandans Marlboro, svipuðum og Schumacher klæddist oft, meðal annars þegar hann var á skíðum.

Myndir Gaslys fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í Ölpunum 2013.

Gasly birti myndirnar einnig á afmælisdegi Schumachers, 3. janúar, sem þótti ekki bæta úr skák.

Gasly hefur keppt í Formúlu 1 síðan 2018 og unnið eina keppni, á Ítalíu 2020 þegar hann ók fyrir Scuderia Alpha-Tauri.

Á síðasta tímabili fékk Gasly 22 stig og endaði í 18. sæti í keppni ökuþóra.


Tengdar fréttir

Komst við er hann ræddi Schumacher

Andy Wilman, fram­leiðandi, komst við er hann ræddi ör­lög þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem hann hafði kynnst í gegnum störf sín. Wilman sagði ör­lög Schumacher­s dapur­leg, hann hefði gert svo mikið fullur heilsu í næsta kafla síns æviskeiðs eftir For­múlu 1 ferilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×