Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2025 13:52 Tölvuteikning af Boeing 777 300-fraktþotu Air Atlanta. Air Atlanta Flugfélagið Air Atlanta í Kópavogi hefur gert langtímasamning um rekstur á tveimur Boeing 777-fraktþotum. Atlanta hafði áður tekið Boeing 777-farþegaþotur í notkun vorið 2023 og varð þá fyrst íslenskra flugfélaga til að hefja rekstur á þessum stærstu tveggja hreyfla breiðþotum heims. „Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
„Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta.
Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31