Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kæmi „veru­lega á ó­vart“ ef fjár­mögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma

Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku.

Innlent
Fréttamynd

Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn

Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra grein­enda

Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Innherjamolar
Fréttamynd

Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni

Gamall þristur frá stríðsárunum, sem millilenti á Reykjavíkurflugvelli í gær til eldsneytistöku, gat ekki haldið áfram för í morgun þar sem flugvélabensín á þessa gerð flugvéla fékkst ekki. Vonast er til að bensínið verði komið í fyrramálið og hann geti þá flogið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Sante fer í hart við Heinemann

Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grétar Br. Kristjáns­son lög­maður látinn

Grétar Br. Kristjánsson lögmaður er látinn, 87 ára að aldri. Sem einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða var hann einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið. Hann er sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða, í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár, en stóð þó jafnan utan sviðsljóssins.

Innlent
Fréttamynd

Fullir í flugi

Vél SAS frá Keflavík til Kaupmannahafnar þurfti að leggja lykkju á leið sína og lenda í Björgvin í Noregi í gærkvöldi þar sem farþegi þótti of ölvaður. Þetta kemur fram á vef TV2 í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Flug­þjónar Air Canada bjóða yfir­völdum birginn

Forsvarsmenn stéttarfélags flugþjóna Air Canada segja félagsmenn sína ekki munu snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir fyrirskipanir yfirvalda þar að lútandi. Flugþjónarnir lögðu niður störf á laugardagsmorgun og um það bil 1.400 flugferðir voru felldar niður um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Braust inn á flugvallarsvæðið

Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Innlent