Innlent

Hættu við lendingu í miðju að­flugi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flugvélin var á leið frá Stokkhólmi.
Flugvélin var á leið frá Stokkhólmi. Vísir

Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag.

Fráhvarfsflug felur í sér ansi skyndilega hækkun sem getur valdið nokkrum óþægindum.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugmaður hafi metið það sem svo að hætta þyrfti við lendingu en ekki hefur verið gefið upp hvers vegna. Það blæs oft allkröftuglega á Reykjanesi og er það algengasta ástæðan fyrir því að fráhvarfsflugi sé beitt.

Vélin lenti vandræðalaust stuttu seinna eftir að hafa reynt aðflug að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×