Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2025 13:52 Tölvuteikning af Boeing 777 300-fraktþotu Air Atlanta. Air Atlanta Flugfélagið Air Atlanta í Kópavogi hefur gert langtímasamning um rekstur á tveimur Boeing 777-fraktþotum. Atlanta hafði áður tekið Boeing 777-farþegaþotur í notkun vorið 2023 og varð þá fyrst íslenskra flugfélaga til að hefja rekstur á þessum stærstu tveggja hreyfla breiðþotum heims. „Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta.
Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31