Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar 25. september 2025 19:00 Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning. Enginn dregur í efa mikilvægi þessa. En leiðin sem boðuð er vekur upp margar spurningar í ljósi gildandi laga, réttarframkvæmdar og almennra sjónarmiða um hvað felist í hugtakinu stjórnun. Flugstjóri sem má ekki fljúga Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um að skólameistari beri ábyrgð á daglegum rekstri skólans, gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt, auk þess að ráða starfsfólk skólans. Þessi rekstrarlega ábyrgð er mjög rík og mikilvæg, eins og Umboðsmaður Alþingis hefur m.a. ítrekað bent á í álitum sínum. Með fyrirhuguðum breytingum verður skólameistari í orði forstöðumaður, en í verki án forræðis yfir þeim þáttum sem hann ber í dag lagalega ábyrgð á. Hann heldur eftir „faglegri“ ábyrgð en stýrir hvorki fjármagni né ráðningum til að framkvæma hana. Slík staða gengur gegn þeirri meginreglu um að vald og ábyrgð verða að fara saman í stjórnsýslu. Hugsanlega má setja sérlög sem umbreyta eðli starfs skólameistara og ganga framar öllum gildandi lögum og hefðbundnum sjónarmiðum um ábyrgð skólameistara. Ef breytingarnar ganga eftir verður skólameistari þó í reynd eins og flugstjóri sem má ekki fljúga. Fjárveitingar og framkvæmd fjárlaga Alþingi veitir fé til hvers skóla með fjárlögum, eins og fram kemur í lögum um framhaldsskóla. Að baki liggur tillaga ráðherra um fjárveitingar til hvers skóla. Ef rekstur færist til svæðisskrifstofa, hver ber þá ábyrgð gagnvart Alþingi á að fjármununum sé ráðstafað í samræmi við fjárlög og þar með stefnu málefnasviða (ráðherra)? Hlutaðeigandi ráðherra? Svæðisskrifstofan? Skólanefndir? Munu fulltrúar frá svæðisskrifstofum t.d. þurfa að koma fyrir fjárlaganefnd Alþingis ef rekstur tiltekins framhaldsskóla vekur áhyggjur? Hér er hættan sú að við búum til ábyrgðartóm sem grefur undan framkvæmd fjárlaga og þeirri meginreglu að forstöðumenn beri ábyrgð á því að rekstrarútgjöld séu í samræmi við fjárlög og sett markmið, eins og fram kemur í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lög um opinber fjármál, sem tóku gildi 1. janúar 2016, leggja enn fremur ríka áherslu á þessa ábyrgð forstöðumanna (skólameistara). Hún er hluti af gangverki stjórnkerfisins. Mannauðsmál tekin burt Mannauðsmál, þ.m.t. ráðningar, launakjör og starfsþróun, eiga að færast til svæðisskrifstofa, gangi umrædd áform eftir. Samkvæmt gildandi lögum er það hins vegar skólameistari sem ræður stjórnendur, kennara og aðra starfsmenn skólans, að höfðu samráði við skólanefnd. Þótt fyrirhugaðar breytingar gætu hugsanlega skapað aukna yfirsýn og samræmi í tilteknum skilningi, draga þær augljóslega úr eðlilegu umboði skólameistara til stjórnunar. Slitin eru tengsl ráðningar og frammistöðu. Hver mun taka ábyrgð á að leysa úr ágreiningi? Vel má vera að finna megi lausn á öllu ofangreindu. En huga þarf vel að fyrrgreindum sjónarmiðum. Kostnaður og óvissa Kerfisbreytingar kalla óhjákvæmilega á mikinn kostnað í upphafi. Nýtt starfsfólk, ný skrifstofurými og innleiðing breytinga eru dæmi um viðfangsefni sem ávallt auka kostnað. Aukinn kostnaður er þó ásættanlegur ef árangur er líklegur. En það eru minni líkur en meiri að nýtt stjórnsýslustig skili betra námi fyrir nemendur framhaldsskóla, sem hlýtur þó að vera lykilatriðið og eina réttlætingin fyrir boðuðum kerfisbreytingum. Gæði náms í skugganum Stærstu áskoranir framhaldsskóla felast m.a. í fjölgun þeirra nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku, agaleysi innan skólakerfisins, skorti á skýrum markmiðum, skorti á mælanlegum mælikvörðum og andvaraleysi samfélagsins í menntamálum. Það má með engu móti setja ósanngjarna ábyrgð á stöðu mála á starfsfólk eða stjórnendur menntastofnana. Við höfum einfaldlega verk að vinna sem þjóð. En nýtt stjórnsýslustig er ólíklegt til að bæta árangur nemenda framhaldsskóla. Boðaðar hugmyndir snúast fyrst og fremst um stjórnsýslulega tilfærslu og er í raun eins konar tækniatriði sem varðar miðstýringu, en hefur lítið sem ekkert með gæði að ræða. Mikilvægi samráðs Gera má ráð fyrir að umræddar tillögur krefjist víðtæks samráðs. Það er jákvætt að leita samtals og virðingarvert að leitað sé leiða til að bæta slæma stöðu menntakerfisins. Við þurfum að standa okkur betur. En það er áhyggjuefni ef ætlunin er að leggja svo mikla orku í kerfisbreytingu sem gengur gegn hefðbundnum stjórnunarfræðum, sem er í ósamræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar og sem litlar líkur eru á að leiði til bætts árangurs nemenda. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning. Enginn dregur í efa mikilvægi þessa. En leiðin sem boðuð er vekur upp margar spurningar í ljósi gildandi laga, réttarframkvæmdar og almennra sjónarmiða um hvað felist í hugtakinu stjórnun. Flugstjóri sem má ekki fljúga Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um að skólameistari beri ábyrgð á daglegum rekstri skólans, gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt, auk þess að ráða starfsfólk skólans. Þessi rekstrarlega ábyrgð er mjög rík og mikilvæg, eins og Umboðsmaður Alþingis hefur m.a. ítrekað bent á í álitum sínum. Með fyrirhuguðum breytingum verður skólameistari í orði forstöðumaður, en í verki án forræðis yfir þeim þáttum sem hann ber í dag lagalega ábyrgð á. Hann heldur eftir „faglegri“ ábyrgð en stýrir hvorki fjármagni né ráðningum til að framkvæma hana. Slík staða gengur gegn þeirri meginreglu um að vald og ábyrgð verða að fara saman í stjórnsýslu. Hugsanlega má setja sérlög sem umbreyta eðli starfs skólameistara og ganga framar öllum gildandi lögum og hefðbundnum sjónarmiðum um ábyrgð skólameistara. Ef breytingarnar ganga eftir verður skólameistari þó í reynd eins og flugstjóri sem má ekki fljúga. Fjárveitingar og framkvæmd fjárlaga Alþingi veitir fé til hvers skóla með fjárlögum, eins og fram kemur í lögum um framhaldsskóla. Að baki liggur tillaga ráðherra um fjárveitingar til hvers skóla. Ef rekstur færist til svæðisskrifstofa, hver ber þá ábyrgð gagnvart Alþingi á að fjármununum sé ráðstafað í samræmi við fjárlög og þar með stefnu málefnasviða (ráðherra)? Hlutaðeigandi ráðherra? Svæðisskrifstofan? Skólanefndir? Munu fulltrúar frá svæðisskrifstofum t.d. þurfa að koma fyrir fjárlaganefnd Alþingis ef rekstur tiltekins framhaldsskóla vekur áhyggjur? Hér er hættan sú að við búum til ábyrgðartóm sem grefur undan framkvæmd fjárlaga og þeirri meginreglu að forstöðumenn beri ábyrgð á því að rekstrarútgjöld séu í samræmi við fjárlög og sett markmið, eins og fram kemur í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lög um opinber fjármál, sem tóku gildi 1. janúar 2016, leggja enn fremur ríka áherslu á þessa ábyrgð forstöðumanna (skólameistara). Hún er hluti af gangverki stjórnkerfisins. Mannauðsmál tekin burt Mannauðsmál, þ.m.t. ráðningar, launakjör og starfsþróun, eiga að færast til svæðisskrifstofa, gangi umrædd áform eftir. Samkvæmt gildandi lögum er það hins vegar skólameistari sem ræður stjórnendur, kennara og aðra starfsmenn skólans, að höfðu samráði við skólanefnd. Þótt fyrirhugaðar breytingar gætu hugsanlega skapað aukna yfirsýn og samræmi í tilteknum skilningi, draga þær augljóslega úr eðlilegu umboði skólameistara til stjórnunar. Slitin eru tengsl ráðningar og frammistöðu. Hver mun taka ábyrgð á að leysa úr ágreiningi? Vel má vera að finna megi lausn á öllu ofangreindu. En huga þarf vel að fyrrgreindum sjónarmiðum. Kostnaður og óvissa Kerfisbreytingar kalla óhjákvæmilega á mikinn kostnað í upphafi. Nýtt starfsfólk, ný skrifstofurými og innleiðing breytinga eru dæmi um viðfangsefni sem ávallt auka kostnað. Aukinn kostnaður er þó ásættanlegur ef árangur er líklegur. En það eru minni líkur en meiri að nýtt stjórnsýslustig skili betra námi fyrir nemendur framhaldsskóla, sem hlýtur þó að vera lykilatriðið og eina réttlætingin fyrir boðuðum kerfisbreytingum. Gæði náms í skugganum Stærstu áskoranir framhaldsskóla felast m.a. í fjölgun þeirra nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku, agaleysi innan skólakerfisins, skorti á skýrum markmiðum, skorti á mælanlegum mælikvörðum og andvaraleysi samfélagsins í menntamálum. Það má með engu móti setja ósanngjarna ábyrgð á stöðu mála á starfsfólk eða stjórnendur menntastofnana. Við höfum einfaldlega verk að vinna sem þjóð. En nýtt stjórnsýslustig er ólíklegt til að bæta árangur nemenda framhaldsskóla. Boðaðar hugmyndir snúast fyrst og fremst um stjórnsýslulega tilfærslu og er í raun eins konar tækniatriði sem varðar miðstýringu, en hefur lítið sem ekkert með gæði að ræða. Mikilvægi samráðs Gera má ráð fyrir að umræddar tillögur krefjist víðtæks samráðs. Það er jákvætt að leita samtals og virðingarvert að leitað sé leiða til að bæta slæma stöðu menntakerfisins. Við þurfum að standa okkur betur. En það er áhyggjuefni ef ætlunin er að leggja svo mikla orku í kerfisbreytingu sem gengur gegn hefðbundnum stjórnunarfræðum, sem er í ósamræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar og sem litlar líkur eru á að leiði til bætts árangurs nemenda. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar