Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 18. september 2025 14:15 Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurlagning sýslumannsembættanna, afnám sex svæðisbundinna heilbrigðiseftirlita, fækkun héraðsdómstóla og nú áform um að miðstýra fjármálum framhaldsskólanna allt ber þetta að sama brunni. Breytingar sem veikja innviði héraðsins Í heildina er með þessum aðgerðum verið að flytja eða veikja 40–50 opinber störf á landsbyggðinni. Þetta eru ekki hvers kyns störf heldur stöður menntaðra sérfræðinga sem hafa haft raunverulegt umboð til að forgangsraða fjármagni og móta starfsemi á sínu svæði. Þegar þessi opinberu störf eru flutt frá héraði tapast ekki bara atvinnutækifæri heldur líka vald til ákvarðanatöku á staðnum. Innviðir sem áður þjónuðu byggðunum með styrk og sjálfstæði eru þannig bitlausir gerðir. Þess í stað verða eftir útibú sem missa áhrif sín og geta lítið annað en fylgt fyrirmælum frá miðlægum skrifstofum. Sagan sýnir að þegar kemur að niðurskurði er mun auðveldara fyrir embættismenn fjarri viðkomandi starfsstöð að beita niðurskurðarhnífnum þar sem þeir standa ekki í djúpum tengslum við samfélagið sem þjónustan á að þjóna. Sýslumannsembættin lögð niður Sýslumannsembættin voru í áratugi burðarás í þjónustu við almenning um land allt. Með niðurlagningu þeirra mun aðgengi að grunnþjónustu veikjast, sérstaklega í dreifðum byggðum. Fólk þarf nú að sækja þjónustu lengra að, sem skapar bæði kostnað og óhagræði. Heilbrigðiseftirlitin lögð niður Með því að leggja niður átta svæðisbundin heilbrigðiseftirlit á landsbyggðinni er framkvæmdastjórum fækkað um átta. Það er ekki aðeins spurning um starfsmenn heldur spurning um gæði eftirlits og öryggi íbúa. Þetta eru opinber störf menntaðra sérfræðinga með staðbundna þekkingu og djúp tengsl við nærumhverfið, fólk sem hefur haft umboð til að forgangsraða fjármagni og tryggja öflugt eftirlit í sínum heimahéruðum. Með breytingunum er þessi vernd veikluð og valdinu kippt til fjarlægra skrifstofa. Framhaldsskólarnir – sjálfstæðinu ógnað Nýjasta dæmið er áform um að setja miðlægar fjármálaskrifstofur yfir framhaldsskólana. Með því er sjálfstæði skólastjórnenda skert og sveigjanleiki til að mæta þörfum hvers menntasamfélags minnkar. Skólarnir eiga að vera drifnir áfram af nærumhverfinu, ekki fjarlægum skrifstofum. Ábyrgð stjórnvalda Ég innti Ingu Sæland eftir þessu á Alþingi í dag í fyrirspurnartíma. Hún vísaði ábyrgðinni frá sér með þeim rökum að málin heyrðu ekki undir hennar ráðuneyti. En sem oddviti stjórnmálaflokks í ríkisstjórn ber hún fulla pólitíska ábyrgð. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við formsatriði. Aðför að landsbyggðinni Hvort sem þetta er hluti af svokallaðri tiltekt ríkisstjórnarinnar eða ekki, þá blasir hitt við: uppsafnað eru þessi áform ekkert annað en grimmileg aðför að landsbyggðinni. Með þessum aðgerðum er vegið að mikilvægum innviðum sem skipta byggðirnar utan höfuðborgarsvæðisins sköpum. Felst í tiltekt ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í að brjóta og bramla hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum? Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Byggðamál Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurlagning sýslumannsembættanna, afnám sex svæðisbundinna heilbrigðiseftirlita, fækkun héraðsdómstóla og nú áform um að miðstýra fjármálum framhaldsskólanna allt ber þetta að sama brunni. Breytingar sem veikja innviði héraðsins Í heildina er með þessum aðgerðum verið að flytja eða veikja 40–50 opinber störf á landsbyggðinni. Þetta eru ekki hvers kyns störf heldur stöður menntaðra sérfræðinga sem hafa haft raunverulegt umboð til að forgangsraða fjármagni og móta starfsemi á sínu svæði. Þegar þessi opinberu störf eru flutt frá héraði tapast ekki bara atvinnutækifæri heldur líka vald til ákvarðanatöku á staðnum. Innviðir sem áður þjónuðu byggðunum með styrk og sjálfstæði eru þannig bitlausir gerðir. Þess í stað verða eftir útibú sem missa áhrif sín og geta lítið annað en fylgt fyrirmælum frá miðlægum skrifstofum. Sagan sýnir að þegar kemur að niðurskurði er mun auðveldara fyrir embættismenn fjarri viðkomandi starfsstöð að beita niðurskurðarhnífnum þar sem þeir standa ekki í djúpum tengslum við samfélagið sem þjónustan á að þjóna. Sýslumannsembættin lögð niður Sýslumannsembættin voru í áratugi burðarás í þjónustu við almenning um land allt. Með niðurlagningu þeirra mun aðgengi að grunnþjónustu veikjast, sérstaklega í dreifðum byggðum. Fólk þarf nú að sækja þjónustu lengra að, sem skapar bæði kostnað og óhagræði. Heilbrigðiseftirlitin lögð niður Með því að leggja niður átta svæðisbundin heilbrigðiseftirlit á landsbyggðinni er framkvæmdastjórum fækkað um átta. Það er ekki aðeins spurning um starfsmenn heldur spurning um gæði eftirlits og öryggi íbúa. Þetta eru opinber störf menntaðra sérfræðinga með staðbundna þekkingu og djúp tengsl við nærumhverfið, fólk sem hefur haft umboð til að forgangsraða fjármagni og tryggja öflugt eftirlit í sínum heimahéruðum. Með breytingunum er þessi vernd veikluð og valdinu kippt til fjarlægra skrifstofa. Framhaldsskólarnir – sjálfstæðinu ógnað Nýjasta dæmið er áform um að setja miðlægar fjármálaskrifstofur yfir framhaldsskólana. Með því er sjálfstæði skólastjórnenda skert og sveigjanleiki til að mæta þörfum hvers menntasamfélags minnkar. Skólarnir eiga að vera drifnir áfram af nærumhverfinu, ekki fjarlægum skrifstofum. Ábyrgð stjórnvalda Ég innti Ingu Sæland eftir þessu á Alþingi í dag í fyrirspurnartíma. Hún vísaði ábyrgðinni frá sér með þeim rökum að málin heyrðu ekki undir hennar ráðuneyti. En sem oddviti stjórnmálaflokks í ríkisstjórn ber hún fulla pólitíska ábyrgð. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við formsatriði. Aðför að landsbyggðinni Hvort sem þetta er hluti af svokallaðri tiltekt ríkisstjórnarinnar eða ekki, þá blasir hitt við: uppsafnað eru þessi áform ekkert annað en grimmileg aðför að landsbyggðinni. Með þessum aðgerðum er vegið að mikilvægum innviðum sem skipta byggðirnar utan höfuðborgarsvæðisins sköpum. Felst í tiltekt ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í að brjóta og bramla hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum? Höfundur er formaður Framsóknar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar