Innlent

Bein út­sending: Mótun nýrrar at­vinnu­stefnu og vaxtar­plan til 2035

Atli Ísleifsson skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra heldur erindi á fundinum.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra heldur erindi á fundinum. Vísir/Anton Brink

Forsætisráðuneytið stendur fyrir morgunfundi um mótun nýrrar atvinnustefnu sem hefst klukkan 9:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Um fundinn segir að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs og stjórnarmaður hjá meðal annars Novo Nordisk Foundation og Carbfix, og Sveinbjörn Finnsson, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, muni flytja erindi á fundinum.

Að þeim loknum verða umræður og spurningar úr sal þar sem forsætisráðherra verður til svara ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.

Áform stjórnvalda um atvinnustefnu Íslands og vaxtarplantil 2035 voru kynnt í samráðsgátt fyrr í sumar en alls bárust um 70 umsagnir um áformin. Morgunfundurinn er liður í áframhaldandi samtali ríkisstjórnarinnar við hagaðila um mótun nýrrar atvinnustefnu.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×