Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 17:33 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta landsins. Getty/Diego Herrera Carcedo Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira