Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 16:59 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir að stjórnvöld verði að stíga harðar fram. Vísir/Samsett Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Ísraelsher drap í gær fimm blaðamenn sem voru við störf hjá fréttamiðlinum Al-Jazeera fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg, þar á meðal Anas al-Sharif. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gasaströndinni og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum. Í bréfinu, sem er undirritað af formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fordæmir BÍ harðlega morð Ísraelshers á blaðamönnum á Gasa, þar sem stjórnvöld í Ísrael hafi opinberlega viðurkennt að hafa viljandi beint árásum sínum að blaðamönnum. Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas fyrir stríð Ísraelsmenn héldu því fram í gær að al-Sharif hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en herinn hefur ekki rökstutt það með nokkrum hætti annað en að staðhæfa að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ sem sýni fram á að hann hafi verð útsendari Hamas. Samkvæmt BBC hafa fulltrúar hersins einnig bent á skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á Norður-Gasa en ríkismiðlinum hefur ekki tekist að sannreyna gögnin. Sigríður bendir á að al-Sharif hafi verið einn af fáum blaðamönnum sem miðluðu fréttum beint af vettvangi stríðsins enda hafi stjórnvöld í Ísrael neitað kerfisbundið alþjóðlegum fjölmiðlum um óháðan aðgang að Gasa. Þannig hafi Ísrael reynt að koma í veg fyrir að almenningur og alþjóðasamfélagið fái réttar og sannar upplýsingar um það sem þar er í gangi. Sigríður segir morðin á blaðamönnunum nýjasta dæmið um skipulagðar árásir Ísraelshers á þá blaðamenn sem hætta lífi sínu til að upplýsa umheiminn um framferði Ísraelshers gegn Gasabúum. Hún bendir á að hið minnsta 186 blaðamenn hafi verið drepnir á Gasa frá 7. október 2023, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ). „Þjóðarmorð“ „Á sama tíma og Ísraelsher myrðir palestínska blaðamenn sem flytja fréttir frá Gaza og ísraelsk stjórnvöld koma í veg fyrir að erlendir blaðamenn og fréttamiðlar fái aðgang að vettvangi, fremja Ísraelsmenn þjóðarmorð á Palestínumönnum.“ Þá segir formaður blaðamannafélagsins að stjórnvöld beiti meðal annars hungri sem vopni sem valdi því að tugþúsundir barna og fullorðinna þjáist af vannæringu og margir hafi jafnvel látið lífið. Þrátt fyrir fjölmiðlabann Ísraelsmanna hafi ljósmyndir af vannærðum börnum og hungruðu fólki í biðröðum eftir matvælum frá hjálparstofnunum birst í erlendum og alþjóðlegum fréttamiðlum og vakið athygli heimsbyggðarinnar á þeim hryllingi sem Gasabúar búi við. Það sýni mikilvægi þess að blaðaljósmyndarar og aðrir fréttamenn fái aðgang að svæðinu til þess að geta milliliðalaust miðlað upplýsingum til almennings. „Meðal þeirra sem svelta á Gaza eru palestínskir blaðamenn sem eru einu blaðamennirnir sem hafa tækifæri til að miðla áfram staðreyndum og sönnunum á stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraels,“ skrifar Sigríður. Sigríður segir BÍ fagna því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt sjö öðrum ríkjum fordæmt þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar sem muni leiða til þess að mannúðarkrísan, sem er ein sú alvarlegasta á síðari tímum, muni versna enn frekar. „BÍ vill þó að íslensk stjórnvöld gangi skrefinu lengra og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og víðar, með það að markmiði að alþjóðasamfélagið „grípi til tafarlausra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð á Gasa, skipulögð morð á blaðamönnum og tryggja vernd óbreyttra borgara.“ BÍ hvetur stjórnvöld enn fremur til að fordæma opinberlega skipulögð morð á blaðamönnum og krefjast óháðrar, alþjóðlegrar rannsóknar á öllum drápum Ísraelshers á blaðamönnum. Aukinheldur þurfi að knýja á um tafarlausa afléttingu á aðgangsbanni erlendra blaðamanna að svæðinu og tryggja öryggi þeirra og óhindraðan aðgang fréttamiðla að vettvangi. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi palestínskra blaðamanna á vettvangi og veita þeim stuðning og skjól. „BÍ kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Ísraelsher drap í gær fimm blaðamenn sem voru við störf hjá fréttamiðlinum Al-Jazeera fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg, þar á meðal Anas al-Sharif. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gasaströndinni og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum. Í bréfinu, sem er undirritað af formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fordæmir BÍ harðlega morð Ísraelshers á blaðamönnum á Gasa, þar sem stjórnvöld í Ísrael hafi opinberlega viðurkennt að hafa viljandi beint árásum sínum að blaðamönnum. Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas fyrir stríð Ísraelsmenn héldu því fram í gær að al-Sharif hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en herinn hefur ekki rökstutt það með nokkrum hætti annað en að staðhæfa að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ sem sýni fram á að hann hafi verð útsendari Hamas. Samkvæmt BBC hafa fulltrúar hersins einnig bent á skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á Norður-Gasa en ríkismiðlinum hefur ekki tekist að sannreyna gögnin. Sigríður bendir á að al-Sharif hafi verið einn af fáum blaðamönnum sem miðluðu fréttum beint af vettvangi stríðsins enda hafi stjórnvöld í Ísrael neitað kerfisbundið alþjóðlegum fjölmiðlum um óháðan aðgang að Gasa. Þannig hafi Ísrael reynt að koma í veg fyrir að almenningur og alþjóðasamfélagið fái réttar og sannar upplýsingar um það sem þar er í gangi. Sigríður segir morðin á blaðamönnunum nýjasta dæmið um skipulagðar árásir Ísraelshers á þá blaðamenn sem hætta lífi sínu til að upplýsa umheiminn um framferði Ísraelshers gegn Gasabúum. Hún bendir á að hið minnsta 186 blaðamenn hafi verið drepnir á Gasa frá 7. október 2023, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ). „Þjóðarmorð“ „Á sama tíma og Ísraelsher myrðir palestínska blaðamenn sem flytja fréttir frá Gaza og ísraelsk stjórnvöld koma í veg fyrir að erlendir blaðamenn og fréttamiðlar fái aðgang að vettvangi, fremja Ísraelsmenn þjóðarmorð á Palestínumönnum.“ Þá segir formaður blaðamannafélagsins að stjórnvöld beiti meðal annars hungri sem vopni sem valdi því að tugþúsundir barna og fullorðinna þjáist af vannæringu og margir hafi jafnvel látið lífið. Þrátt fyrir fjölmiðlabann Ísraelsmanna hafi ljósmyndir af vannærðum börnum og hungruðu fólki í biðröðum eftir matvælum frá hjálparstofnunum birst í erlendum og alþjóðlegum fréttamiðlum og vakið athygli heimsbyggðarinnar á þeim hryllingi sem Gasabúar búi við. Það sýni mikilvægi þess að blaðaljósmyndarar og aðrir fréttamenn fái aðgang að svæðinu til þess að geta milliliðalaust miðlað upplýsingum til almennings. „Meðal þeirra sem svelta á Gaza eru palestínskir blaðamenn sem eru einu blaðamennirnir sem hafa tækifæri til að miðla áfram staðreyndum og sönnunum á stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraels,“ skrifar Sigríður. Sigríður segir BÍ fagna því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt sjö öðrum ríkjum fordæmt þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar sem muni leiða til þess að mannúðarkrísan, sem er ein sú alvarlegasta á síðari tímum, muni versna enn frekar. „BÍ vill þó að íslensk stjórnvöld gangi skrefinu lengra og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og víðar, með það að markmiði að alþjóðasamfélagið „grípi til tafarlausra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð á Gasa, skipulögð morð á blaðamönnum og tryggja vernd óbreyttra borgara.“ BÍ hvetur stjórnvöld enn fremur til að fordæma opinberlega skipulögð morð á blaðamönnum og krefjast óháðrar, alþjóðlegrar rannsóknar á öllum drápum Ísraelshers á blaðamönnum. Aukinheldur þurfi að knýja á um tafarlausa afléttingu á aðgangsbanni erlendra blaðamanna að svæðinu og tryggja öryggi þeirra og óhindraðan aðgang fréttamiðla að vettvangi. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi palestínskra blaðamanna á vettvangi og veita þeim stuðning og skjól. „BÍ kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira