Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2025 10:30 Diljá bað ítrekað um myndatöku til að staðfesta beinbrotið. Getty/Manuel Winterberger Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers lenti í leiðindameiðslum í vetur, hún vissi sjálf að eitthvað mikið væri að en læknamistök ollu því að meiðslin urðu lengri en þau hefðu þurft að vera. Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32