Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun