Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar 9. júlí 2025 15:00 Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun