Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umferðaröryggi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun