Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 21:03 Olíugeymslutankar skammt frá Teheran höfuðborg Írans urðu fyrir ísraelskum loftárásum síðastliðinn sunnudag. AP/Vahid Salemi Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran. Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters. Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters.
Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira