Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 21:03 Olíugeymslutankar skammt frá Teheran höfuðborg Írans urðu fyrir ísraelskum loftárásum síðastliðinn sunnudag. AP/Vahid Salemi Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran. Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters. Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters.
Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira