„Erum ekki dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 16:09 Þær Diljá og Úlfhildur eru langt í frá sáttar við ummæli Kolbrúnar á þingi nú áðan. Þær segjast sannarlega ekki dúkkur sem Snorri Másson geti sagt fyrir verkum eða hvað þær eigi að segja. Ásdís María/ljósmyndafélagið í mr Þær Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir furða sig mjög á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns Flokks fólksins og telja sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi ætlað minnihlutanum. Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina.“ Ein þessara „ungu krakka“ er Diljá Kjerúlf sem er fyrrverandi inspector scholae hjá MR en hún útskrifaðist þaðan í vor. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ segir Diljá sem veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Snorri varla valið varaformann Ungra vinstri grænna Með Diljá var Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og hún segir þetta alrangt með farið hjá Kolbrúnu. „Snorri valdi okkur ekki. Ef Kolbrún hefi kynnt sér þetta eitthvað þá hefði hún komist að því að ég er varaformaður Ungra vinstri grænna. Snorri hefði tæplega valið mig ef hann hefði vitað það.“ Diljá segist ekki skilja hvernig á þessum ummælum, skeyti sem þær urðu fyrir af hálfu Kolbrúnar, er til komið. Þetta var fyrir mörgum mánuðum.Ásdís María Úlfhildur, sem er ári yngri en Diljá, segir þetta koma illa við sig að vera sökuð um svona nokkuð. „Að segja að við séum einhverjar dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum er óvirðing. Og hvorki Snorri né nokkur annar veit mínar skoðanir á samræmdu prófunum. Það veit enginn. Þetta dregur úr því að börn og ungmenni þori að segja sitt. Það er bara ekki í lagi að það sé umræða um okkur á þessum nótum á Alþingi,“ segir Úlfhildur. Algerlega tilhæfulaus ummæli og vilja afsökunarbeiðni Dilja segir ummælin algerlega tilhæfulaus. Meirihlutinn hafi fellt það á sínum tíma, fyrir mörgum mánuðum, að þau fengju að koma fyrir nefndina svo mikið sem. Þá segist hún ekki, ekki frekar en Úlfhildur, fylgja Snorra að málum. Hún hafi einfaldlega fengið símtal frá konrektor sem hafi valið hana ásamt öðrum til að fara. Úlfhildur segir það niðurlægjandi að Kolbrún hafi látið að liggja að þær taki bara við skipunum frá Snorra Mássyni, sem þær fylgi alls ekki að málum í pólitíkinni. „Hann mælti með mér af því að ég var forseti MR, var í Morfís og hef sterkar skoðanir á þessu.“ Þetta er fyrir mörgum mánuðum og því komu ummælin nú flatt upp á þær Diljá og Úlfhildi. Þeim finnst sem þær hafi saklausar orðið fyrir skeyti þingmannsins, sem beindist að Snorra og Jóni Zimsen en þær óvart orðið fyrir bombunni - „Collateral Damage“. „Ég er ekkert yfir mig brjáluð, þetta er fyndið og galið í senn. En það er alvarlegur undirtónn í þessu máli,“ segir Diljá. Báðar telja þær mikilvægt að raddir nemenda heyrist en það varð ekki – ekki að þessu sinni. Diljá vill að endingu krefjast þess að hin virðulega Kolbrún sendi þeim öllum persónulega afsökunarbeiðni. „Það væri alla vega vel metið.“ Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina.“ Ein þessara „ungu krakka“ er Diljá Kjerúlf sem er fyrrverandi inspector scholae hjá MR en hún útskrifaðist þaðan í vor. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ segir Diljá sem veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Snorri varla valið varaformann Ungra vinstri grænna Með Diljá var Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og hún segir þetta alrangt með farið hjá Kolbrúnu. „Snorri valdi okkur ekki. Ef Kolbrún hefi kynnt sér þetta eitthvað þá hefði hún komist að því að ég er varaformaður Ungra vinstri grænna. Snorri hefði tæplega valið mig ef hann hefði vitað það.“ Diljá segist ekki skilja hvernig á þessum ummælum, skeyti sem þær urðu fyrir af hálfu Kolbrúnar, er til komið. Þetta var fyrir mörgum mánuðum.Ásdís María Úlfhildur, sem er ári yngri en Diljá, segir þetta koma illa við sig að vera sökuð um svona nokkuð. „Að segja að við séum einhverjar dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum er óvirðing. Og hvorki Snorri né nokkur annar veit mínar skoðanir á samræmdu prófunum. Það veit enginn. Þetta dregur úr því að börn og ungmenni þori að segja sitt. Það er bara ekki í lagi að það sé umræða um okkur á þessum nótum á Alþingi,“ segir Úlfhildur. Algerlega tilhæfulaus ummæli og vilja afsökunarbeiðni Dilja segir ummælin algerlega tilhæfulaus. Meirihlutinn hafi fellt það á sínum tíma, fyrir mörgum mánuðum, að þau fengju að koma fyrir nefndina svo mikið sem. Þá segist hún ekki, ekki frekar en Úlfhildur, fylgja Snorra að málum. Hún hafi einfaldlega fengið símtal frá konrektor sem hafi valið hana ásamt öðrum til að fara. Úlfhildur segir það niðurlægjandi að Kolbrún hafi látið að liggja að þær taki bara við skipunum frá Snorra Mássyni, sem þær fylgi alls ekki að málum í pólitíkinni. „Hann mælti með mér af því að ég var forseti MR, var í Morfís og hef sterkar skoðanir á þessu.“ Þetta er fyrir mörgum mánuðum og því komu ummælin nú flatt upp á þær Diljá og Úlfhildi. Þeim finnst sem þær hafi saklausar orðið fyrir skeyti þingmannsins, sem beindist að Snorra og Jóni Zimsen en þær óvart orðið fyrir bombunni - „Collateral Damage“. „Ég er ekkert yfir mig brjáluð, þetta er fyndið og galið í senn. En það er alvarlegur undirtónn í þessu máli,“ segir Diljá. Báðar telja þær mikilvægt að raddir nemenda heyrist en það varð ekki – ekki að þessu sinni. Diljá vill að endingu krefjast þess að hin virðulega Kolbrún sendi þeim öllum persónulega afsökunarbeiðni. „Það væri alla vega vel metið.“
Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira