Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:45 Luis Enrique með dóttur sinni Xönu eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2015. Getty/Ina Fassbender Luis Enrique, þjálfari Paris Saint Germain, missti sína stærstu stjörnu til Real Madrid fyrir tímabilið en er þrátt fyrir það búinn að koma Paris Saint Germain alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hefur unnið magnað starf í París og sett saman magnað fótboltalið sem hefur ekki aðeins rúllað yfir frönsku deildina heldur er nú komið alla leið í bestu deild Evrópu. Til þess að komast þangað þurfti hann að slá út ensku liðin Liverpool, Aston Villa og nú síðast Arsenal í undanúrslitunum. Enrique þekkir það að vinna Meistaradeildina en það gerði hann með Barcelona fyrir tíu árum síðan. Þegar Enrique fagnaði sigri Barcelona í Berlín í júní 2015 þá var hann með fimm ára dóttur sína, Xana, sér við hlið. View this post on Instagram A post shared by Oh My Goal (@ohmygoal) Xana lést úr krabbameini í lok ágúst 2019 þegar hún var aðeins níu ára gömul. Enrique var hugsað til Xönu sinnar eftir sigurinn á Arsenal og talaði um hana á blaðamannafundinum eftir leikinn. „Ég man eftir ótrúlegri mynd af mér með dóttur minni, eftir að við unnum Meistaradeildina, að reisa Barca fánann á miðjum vellinum,“ sagði Luis Enrique en það má sjá þessa mynd hér fyrir neðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti endurtekið leikinn með PSG. Hún verður ekki þarna í líkamlegu formi en hún verður þarna í anda. Það er mér mjög mikilvægt,“ sagði Enrique. Hann ætlar að heiðra minningu dóttur sinnar með því að vinna aftur Meistaradeildina. „Ætti ég að segja að ég sé óheppinn maður eða að lukkan leiki við mig. Ég lít á mig sem mjög heppin mann. Fólk segir: En þú misstir níu ára dóttur þína. Ég svara: Dóttir mín bjó hjá okkur í níu yndisleg ár,“ sagði Enrique. View this post on Instagram A post shared by 433 (@433) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Hann hefur unnið magnað starf í París og sett saman magnað fótboltalið sem hefur ekki aðeins rúllað yfir frönsku deildina heldur er nú komið alla leið í bestu deild Evrópu. Til þess að komast þangað þurfti hann að slá út ensku liðin Liverpool, Aston Villa og nú síðast Arsenal í undanúrslitunum. Enrique þekkir það að vinna Meistaradeildina en það gerði hann með Barcelona fyrir tíu árum síðan. Þegar Enrique fagnaði sigri Barcelona í Berlín í júní 2015 þá var hann með fimm ára dóttur sína, Xana, sér við hlið. View this post on Instagram A post shared by Oh My Goal (@ohmygoal) Xana lést úr krabbameini í lok ágúst 2019 þegar hún var aðeins níu ára gömul. Enrique var hugsað til Xönu sinnar eftir sigurinn á Arsenal og talaði um hana á blaðamannafundinum eftir leikinn. „Ég man eftir ótrúlegri mynd af mér með dóttur minni, eftir að við unnum Meistaradeildina, að reisa Barca fánann á miðjum vellinum,“ sagði Luis Enrique en það má sjá þessa mynd hér fyrir neðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti endurtekið leikinn með PSG. Hún verður ekki þarna í líkamlegu formi en hún verður þarna í anda. Það er mér mjög mikilvægt,“ sagði Enrique. Hann ætlar að heiðra minningu dóttur sinnar með því að vinna aftur Meistaradeildina. „Ætti ég að segja að ég sé óheppinn maður eða að lukkan leiki við mig. Ég lít á mig sem mjög heppin mann. Fólk segir: En þú misstir níu ára dóttur þína. Ég svara: Dóttir mín bjó hjá okkur í níu yndisleg ár,“ sagði Enrique. View this post on Instagram A post shared by 433 (@433)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira