Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 09:00 Dagur Evrópusambandsins var í gær 9. maí en þann dag árið 1950 flutti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, ávarp sem markaði upphafið að sambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir eina yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin sífellt fleiri skref í þá átt. „Sameiginleg kola- og stálframleiðslu mun þegar í stað að leggja sameiginlegan grunn að efnahagsþróun sem fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir þannig í ávarpinu. Forystumenn í röðum hérlendra Evrópusambandssinna minnast dagsins árlega og skírskota til Schuman-ávarpsins og var gærdagurinn þar engin undantekning. Hins vegar minnast þeir iðulega einungis á fyrsta skrefið í þeim efnum en ekki lokamarkmiðsins. Það tala þeir ekki um. Meðal þess sem þróun Evrópusambandsins í átt að einu sambandsríki hefur falið í sér er að vægi ríkja þess við ákvarðanatökur hefur í vaxandi mæli tekið mið af íbúafjölda þeirra í stað þess að þau sitji jafnfætis við sama borð eins og allajafna þegar um alþjóðastofnanir er að ræða. Eitt ríki, eitt atkvæði. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins á þingi þess á við hálfan þingmann á Alþingi og í ráðherraráðinu einungis á við 5% af alþingismanni. Væntanlega segir það sig sjálft að við slíkar aðstæður hefðu fulltrúar íslenzkra kjósenda ekki mikið um málin að segja. Þar á meðal til dæmis um sjávarútvegs- og orkumál og langflesta aðra málaflokka. Við yrðum eftirleiðis að vona að ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi Evrópusambandsins hentuðu okkar hagsmunum jafnvel þó þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með þá í huga. Við værum einfaldlega ekki lengur við stýrið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Orkumál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Dagur Evrópusambandsins var í gær 9. maí en þann dag árið 1950 flutti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, ávarp sem markaði upphafið að sambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir eina yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin sífellt fleiri skref í þá átt. „Sameiginleg kola- og stálframleiðslu mun þegar í stað að leggja sameiginlegan grunn að efnahagsþróun sem fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir þannig í ávarpinu. Forystumenn í röðum hérlendra Evrópusambandssinna minnast dagsins árlega og skírskota til Schuman-ávarpsins og var gærdagurinn þar engin undantekning. Hins vegar minnast þeir iðulega einungis á fyrsta skrefið í þeim efnum en ekki lokamarkmiðsins. Það tala þeir ekki um. Meðal þess sem þróun Evrópusambandsins í átt að einu sambandsríki hefur falið í sér er að vægi ríkja þess við ákvarðanatökur hefur í vaxandi mæli tekið mið af íbúafjölda þeirra í stað þess að þau sitji jafnfætis við sama borð eins og allajafna þegar um alþjóðastofnanir er að ræða. Eitt ríki, eitt atkvæði. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins á þingi þess á við hálfan þingmann á Alþingi og í ráðherraráðinu einungis á við 5% af alþingismanni. Væntanlega segir það sig sjálft að við slíkar aðstæður hefðu fulltrúar íslenzkra kjósenda ekki mikið um málin að segja. Þar á meðal til dæmis um sjávarútvegs- og orkumál og langflesta aðra málaflokka. Við yrðum eftirleiðis að vona að ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi Evrópusambandsins hentuðu okkar hagsmunum jafnvel þó þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með þá í huga. Við værum einfaldlega ekki lengur við stýrið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar