Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 09:00 Dagur Evrópusambandsins var í gær 9. maí en þann dag árið 1950 flutti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, ávarp sem markaði upphafið að sambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir eina yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin sífellt fleiri skref í þá átt. „Sameiginleg kola- og stálframleiðslu mun þegar í stað að leggja sameiginlegan grunn að efnahagsþróun sem fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir þannig í ávarpinu. Forystumenn í röðum hérlendra Evrópusambandssinna minnast dagsins árlega og skírskota til Schuman-ávarpsins og var gærdagurinn þar engin undantekning. Hins vegar minnast þeir iðulega einungis á fyrsta skrefið í þeim efnum en ekki lokamarkmiðsins. Það tala þeir ekki um. Meðal þess sem þróun Evrópusambandsins í átt að einu sambandsríki hefur falið í sér er að vægi ríkja þess við ákvarðanatökur hefur í vaxandi mæli tekið mið af íbúafjölda þeirra í stað þess að þau sitji jafnfætis við sama borð eins og allajafna þegar um alþjóðastofnanir er að ræða. Eitt ríki, eitt atkvæði. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins á þingi þess á við hálfan þingmann á Alþingi og í ráðherraráðinu einungis á við 5% af alþingismanni. Væntanlega segir það sig sjálft að við slíkar aðstæður hefðu fulltrúar íslenzkra kjósenda ekki mikið um málin að segja. Þar á meðal til dæmis um sjávarútvegs- og orkumál og langflesta aðra málaflokka. Við yrðum eftirleiðis að vona að ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi Evrópusambandsins hentuðu okkar hagsmunum jafnvel þó þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með þá í huga. Við værum einfaldlega ekki lengur við stýrið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Orkumál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur Evrópusambandsins var í gær 9. maí en þann dag árið 1950 flutti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, ávarp sem markaði upphafið að sambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir eina yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin sífellt fleiri skref í þá átt. „Sameiginleg kola- og stálframleiðslu mun þegar í stað að leggja sameiginlegan grunn að efnahagsþróun sem fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir þannig í ávarpinu. Forystumenn í röðum hérlendra Evrópusambandssinna minnast dagsins árlega og skírskota til Schuman-ávarpsins og var gærdagurinn þar engin undantekning. Hins vegar minnast þeir iðulega einungis á fyrsta skrefið í þeim efnum en ekki lokamarkmiðsins. Það tala þeir ekki um. Meðal þess sem þróun Evrópusambandsins í átt að einu sambandsríki hefur falið í sér er að vægi ríkja þess við ákvarðanatökur hefur í vaxandi mæli tekið mið af íbúafjölda þeirra í stað þess að þau sitji jafnfætis við sama borð eins og allajafna þegar um alþjóðastofnanir er að ræða. Eitt ríki, eitt atkvæði. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins á þingi þess á við hálfan þingmann á Alþingi og í ráðherraráðinu einungis á við 5% af alþingismanni. Væntanlega segir það sig sjálft að við slíkar aðstæður hefðu fulltrúar íslenzkra kjósenda ekki mikið um málin að segja. Þar á meðal til dæmis um sjávarútvegs- og orkumál og langflesta aðra málaflokka. Við yrðum eftirleiðis að vona að ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi Evrópusambandsins hentuðu okkar hagsmunum jafnvel þó þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með þá í huga. Við værum einfaldlega ekki lengur við stýrið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun