Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar 15. janúar 2026 08:32 Árangur Íslands í mannréttindabaráttu hinsegin fólks hefur lengi verið talinn sjálfsagður. Sá árangur er þó hvorki varanlegur né sjálfgefinn heldur er hann afleiðing áratugalangrar baráttu, pólitískrar forystu og samfélagslegrar samstöðu. Nú er ljóst að þessi staða er undir þrýstingi. Víða um heim má sjá skýra tilfærslu langt til hægri í stjórnmálum. Sú þróun birtist í tortryggni gagnvart mannréttindum, aukinni andúð á fjölbreytileika og orðræðu sem gerir jaðarsetta hópa að vandamáli og er Ísland engin undantekning. Hér hafa stjórnmálaöfl til miðju og hægri, bæði beint og óbeint, tekið undir hugmyndir sem grafa undan réttindum hinsegin fólks og veikja þá samfélagslegu vernd sem hefur verið byggð upp. Sérstaklega alvarlegt er þegar stjórnmálaöfl boða beina afturför. Dæmi um það eru yfirlýsingar frá stjórmálasamtökum, þar sem lýst er yfir vilja til að rifta samningum við Samtökin ‘78 og stöðva fræðslu í skólum. Slíkar ákvarðanir eru ekki hlutlausar. Þær fela í sér kerfislægt bakslag, veikja forvarnir gegn fordómum og skaða sérstaklega börn og ungmenni sem þurfa á öryggi og viðurkenningu að halda. Slíkt veldur mér og hinseginsamfélaginu skaða og erfiðleikum, og mun ég ekki taka því þegjandi. Fræðsla Samtakanna ‘78 hefur verið burðarstoð í því að efla þekkingu og skapa öruggara samfélag og á ég sjálfur þeim mikið að þakka. Að slíta slíku samstarfi sendir skýr skilaboð um að réttindi og sýnileiki hinsegin fólks séu umdeilanleg. Í slíku umhverfi eru viðburðir á borð við Gleðigönguna ekki lengur sjálfsagðir heldur verða auðveld skotmörk eins og í Ungverjalandi nýverið. Mannréttindi viðhaldast ekki með þögn heldur með þátttöku og samhug. Þátttaka í stjórnmálum snýst ekki aðeins um kosningar á kjördag heldur einnig um það hverjir móta stefnu, sitja í lykilstöðum og taka þátt í samvinnu og málamiðlunum sem einkenna íslenskt lýðræði. Þar skiptir máli að hinsegin fólk sé virkur þátttakandi í ákvarðanatöku um eigin réttindi. Við stöndum á tímamótum. Annað hvort verjum við þann árangur sem hefur náðst eða leyfum þróun til afturhalds að festa rætur. Barátta hinsegin fólks er ekki einkamál heldur prófsteinn á hvort samfélag stendur vörð um mannvirðingu, jafnrétti og réttlæti. Ég heiti Guðmundur Ingi Þóroddsson og sækist eftir 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 24.janúar. Taktu þátt og skráðu þig til að hafa rétt til að kjósa og stattu með hinseginsamfélaginu á: https://xs.is/takathatt og settu mig í 3.sætið. Ef þú hefur áhuga á að styðja við þessa baráttu þá býð ég þér í hýrasta framboðspartý ársins á laugardaginn á Kabarett Bankastræti 5 milli klukkan 18:00 til 20:00. Höfundur er formaður Afstöðu-réttindafélags, hinseginn og sérhæfður starfsmaður Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann býður sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Árangur Íslands í mannréttindabaráttu hinsegin fólks hefur lengi verið talinn sjálfsagður. Sá árangur er þó hvorki varanlegur né sjálfgefinn heldur er hann afleiðing áratugalangrar baráttu, pólitískrar forystu og samfélagslegrar samstöðu. Nú er ljóst að þessi staða er undir þrýstingi. Víða um heim má sjá skýra tilfærslu langt til hægri í stjórnmálum. Sú þróun birtist í tortryggni gagnvart mannréttindum, aukinni andúð á fjölbreytileika og orðræðu sem gerir jaðarsetta hópa að vandamáli og er Ísland engin undantekning. Hér hafa stjórnmálaöfl til miðju og hægri, bæði beint og óbeint, tekið undir hugmyndir sem grafa undan réttindum hinsegin fólks og veikja þá samfélagslegu vernd sem hefur verið byggð upp. Sérstaklega alvarlegt er þegar stjórnmálaöfl boða beina afturför. Dæmi um það eru yfirlýsingar frá stjórmálasamtökum, þar sem lýst er yfir vilja til að rifta samningum við Samtökin ‘78 og stöðva fræðslu í skólum. Slíkar ákvarðanir eru ekki hlutlausar. Þær fela í sér kerfislægt bakslag, veikja forvarnir gegn fordómum og skaða sérstaklega börn og ungmenni sem þurfa á öryggi og viðurkenningu að halda. Slíkt veldur mér og hinseginsamfélaginu skaða og erfiðleikum, og mun ég ekki taka því þegjandi. Fræðsla Samtakanna ‘78 hefur verið burðarstoð í því að efla þekkingu og skapa öruggara samfélag og á ég sjálfur þeim mikið að þakka. Að slíta slíku samstarfi sendir skýr skilaboð um að réttindi og sýnileiki hinsegin fólks séu umdeilanleg. Í slíku umhverfi eru viðburðir á borð við Gleðigönguna ekki lengur sjálfsagðir heldur verða auðveld skotmörk eins og í Ungverjalandi nýverið. Mannréttindi viðhaldast ekki með þögn heldur með þátttöku og samhug. Þátttaka í stjórnmálum snýst ekki aðeins um kosningar á kjördag heldur einnig um það hverjir móta stefnu, sitja í lykilstöðum og taka þátt í samvinnu og málamiðlunum sem einkenna íslenskt lýðræði. Þar skiptir máli að hinsegin fólk sé virkur þátttakandi í ákvarðanatöku um eigin réttindi. Við stöndum á tímamótum. Annað hvort verjum við þann árangur sem hefur náðst eða leyfum þróun til afturhalds að festa rætur. Barátta hinsegin fólks er ekki einkamál heldur prófsteinn á hvort samfélag stendur vörð um mannvirðingu, jafnrétti og réttlæti. Ég heiti Guðmundur Ingi Þóroddsson og sækist eftir 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 24.janúar. Taktu þátt og skráðu þig til að hafa rétt til að kjósa og stattu með hinseginsamfélaginu á: https://xs.is/takathatt og settu mig í 3.sætið. Ef þú hefur áhuga á að styðja við þessa baráttu þá býð ég þér í hýrasta framboðspartý ársins á laugardaginn á Kabarett Bankastræti 5 milli klukkan 18:00 til 20:00. Höfundur er formaður Afstöðu-réttindafélags, hinseginn og sérhæfður starfsmaður Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann býður sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2026.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun