Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. janúar 2026 08:15 Hagsmunum Íslands er bezt borgið með því að eiga sem fullvalda ríki áfram í samvinnu við önnur ríki á jafnræðisgrunni þar sem hagsmunir fara saman í stað þess að einangra okkur innan gamaldags tollabandalags eins og Evrópusambandinu sem stefnt hefur að því leynt og ljóst frá upphafi að verða að sambandsríki. Samvinna er eitt og almennt af hinu góða en samruni ríkja, eins og átt hefur sér stað innan sambandsins í vaxandi mæli undanfarna áratugi, er hins vegar allt annað. Tilefni þessara skrifa er grein sem birtist á Vísi í gær eftir Maríu Malmquist, stjórnarmann í Ungum Evrópusinnum og Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar, þar sem hún vildi meðal annars meina að ef Ísland gengi ekki í Evrópusambandið væri það ávísun á einangrun, að innan sambandsins ríkti stöðugleiki, að innganga í það myndi „tryggja okkur efnahagslegt, pólitískt og samfélagslegt öryggi“, áhrif og „gríðarlegan ávinning“ sem ekki var þó útskýrt frekar í hverju fælist. Fyrir það fyrsta er það engan veginn svo að mælikvarðinn á það hvort ríki geti talizt einangruð hvort þau séu í Evrópusambandinu eða ekki. Ef sú væri raunin ætti það ljóslega við um mikinn meirihluta ríkja heimsins sem eru jú ekki þar innanborðs. Þvert á móti er Ísland á meðal alþjóðatengdustu ríkjum heimsins. Innan Evrópusambandsins fer vægi ríkja við ákvarðanatöku fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess, allajafna aðeins 0,08% sem væri á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Með öðrum orðum yrði vægi Íslands innan Evrópusambandsins lítið sem ekkert. Þetta er svokallað sæti við borðið sem Evrópusambandssinnar tala gjarnan um. Það er ástæða fyrir því að formaður Evrópuhreyfingarinnar talaði einungis um hugsanleg áhrif okkar innan sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Hins vegar er ekkert hugsanlegt með það að langflestir okkar málaflokkar færu undir stjórn Evrópusambandsins ef við yrðum hluti þess. Það er niður neglt í Lissabon-sáttmálamm, grundvallarlöggjöf þess. Þar á meðal frelsi okkar til þess að gera viðskiptasamninga við önnur ríki. Hinn meinti stöðugleiki innan Evrópusambandsins heitir réttu nafni stöðnun og þá ekki sízt á efnahagssviðinu. Lágir vextir innan sambandsins eru þannig engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur efnahagslegrar stöðnunar með víðast hvar litlum sem engum hagvexti árum saman og jafnvel á uppgangstímum, lítilli framleiðni og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Það er ástæða fyrir því að Evrópusambandssinnar tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Tilgangur lágra vaxta er jú einkum einu sinni einkum sá að reyna að koma stöðnuðu atvinnulífi af stað. Fyrst og fremst í röðum ungs fólks. Það er ástæða fyrir því að Evrópusambandssinnar tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vextina. Hvað síðan varðar þá fullyrðingu að með inngöngu í Evrópusambandið yrði efnahagslegt, pólitískt og samfélagslegt öryggi Íslands tryggt nægir líklega að rifja það upp hvernig forystumenn Evrópusambandsins tókst einmitt að koma efnahagslegu, pólitísku og samfélagslegu öryggi sambandsins í fullkomið uppnám með því að gera það háð rússnesku jarðefnaeldsneyti með gríðarlegum kaupum á því árum og áratugum saman og fjármagna þannig hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússa í Úkraínu. Það sem meira er þá eru ríki Evrópusambandsins enn að kaupa jarðefnaeldseyti frá Rússlandi fyrir mjög háar fjárhæðir og gera ekki ráð fyrir því að hætta því alfarið fyrr en í byrjun næsta árs. Takist það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Hagsmunum Íslands er bezt borgið með því að eiga sem fullvalda ríki áfram í samvinnu við önnur ríki á jafnræðisgrunni þar sem hagsmunir fara saman í stað þess að einangra okkur innan gamaldags tollabandalags eins og Evrópusambandinu sem stefnt hefur að því leynt og ljóst frá upphafi að verða að sambandsríki. Samvinna er eitt og almennt af hinu góða en samruni ríkja, eins og átt hefur sér stað innan sambandsins í vaxandi mæli undanfarna áratugi, er hins vegar allt annað. Tilefni þessara skrifa er grein sem birtist á Vísi í gær eftir Maríu Malmquist, stjórnarmann í Ungum Evrópusinnum og Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar, þar sem hún vildi meðal annars meina að ef Ísland gengi ekki í Evrópusambandið væri það ávísun á einangrun, að innan sambandsins ríkti stöðugleiki, að innganga í það myndi „tryggja okkur efnahagslegt, pólitískt og samfélagslegt öryggi“, áhrif og „gríðarlegan ávinning“ sem ekki var þó útskýrt frekar í hverju fælist. Fyrir það fyrsta er það engan veginn svo að mælikvarðinn á það hvort ríki geti talizt einangruð hvort þau séu í Evrópusambandinu eða ekki. Ef sú væri raunin ætti það ljóslega við um mikinn meirihluta ríkja heimsins sem eru jú ekki þar innanborðs. Þvert á móti er Ísland á meðal alþjóðatengdustu ríkjum heimsins. Innan Evrópusambandsins fer vægi ríkja við ákvarðanatöku fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess, allajafna aðeins 0,08% sem væri á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Með öðrum orðum yrði vægi Íslands innan Evrópusambandsins lítið sem ekkert. Þetta er svokallað sæti við borðið sem Evrópusambandssinnar tala gjarnan um. Það er ástæða fyrir því að formaður Evrópuhreyfingarinnar talaði einungis um hugsanleg áhrif okkar innan sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Hins vegar er ekkert hugsanlegt með það að langflestir okkar málaflokkar færu undir stjórn Evrópusambandsins ef við yrðum hluti þess. Það er niður neglt í Lissabon-sáttmálamm, grundvallarlöggjöf þess. Þar á meðal frelsi okkar til þess að gera viðskiptasamninga við önnur ríki. Hinn meinti stöðugleiki innan Evrópusambandsins heitir réttu nafni stöðnun og þá ekki sízt á efnahagssviðinu. Lágir vextir innan sambandsins eru þannig engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur efnahagslegrar stöðnunar með víðast hvar litlum sem engum hagvexti árum saman og jafnvel á uppgangstímum, lítilli framleiðni og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Það er ástæða fyrir því að Evrópusambandssinnar tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Tilgangur lágra vaxta er jú einkum einu sinni einkum sá að reyna að koma stöðnuðu atvinnulífi af stað. Fyrst og fremst í röðum ungs fólks. Það er ástæða fyrir því að Evrópusambandssinnar tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vextina. Hvað síðan varðar þá fullyrðingu að með inngöngu í Evrópusambandið yrði efnahagslegt, pólitískt og samfélagslegt öryggi Íslands tryggt nægir líklega að rifja það upp hvernig forystumenn Evrópusambandsins tókst einmitt að koma efnahagslegu, pólitísku og samfélagslegu öryggi sambandsins í fullkomið uppnám með því að gera það háð rússnesku jarðefnaeldsneyti með gríðarlegum kaupum á því árum og áratugum saman og fjármagna þannig hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússa í Úkraínu. Það sem meira er þá eru ríki Evrópusambandsins enn að kaupa jarðefnaeldseyti frá Rússlandi fyrir mjög háar fjárhæðir og gera ekki ráð fyrir því að hætta því alfarið fyrr en í byrjun næsta árs. Takist það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun