Viðskipti innlent

Berjaya vill halda á­fram að leigja Nordica og Natura

Lovísa Arnardóttir skrifar
Reykjavík Natura er við Nauthólsveg.
Reykjavík Natura er við Nauthólsveg. Vísir/Vilhelm

Berjaya Hotels Iceland hefur tilkynnt að þau ætli að nýta forleigurétt sinn við Reiti fasteignafélag hf. að Hilton Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura hótel er staðsett. Íslandshótel gerðu samning við Reiti í síðasta mánuði um rekstur og leigu til sautján mánaða með þeim fyrirvara að Berjaya hefði forleigurétt. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reitum. Þar segir að Berjaya hafi tilkynnt Reitum formlega um ákvörðun sína. Þau vinna nú að því í sameiningu að ljúka því ferli.

„Berjaya lítur til framtíðar með jákvæðum hug og hlakkar til að halda áfram farsælu og árangursríku samstarfi við Reiti. Félagið er staðráðið í að halda áfram að veita hágæða þjónustu á þessum lykil hótelstaðsetningum,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Íslandshótel hefði skrifað undir samning við Reiti um að taka yfir rekstur hótelanna. Berjaya hefði þó forleigurétt og gæti gengið inn í samningana. 

Berjaya Hotels Iceland (Iceland Hotel Collection by Berjaya) rekur þrettán hótel víðsvegar um landið undir sjö mismunandi vörumerkjum. Starfsemin samanstendur einnig af tíu veitingastöðum og þremur heilsulindum.

Berjaya, sem er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan, keypti Icelandair Hotels árið 2020 fyrir tíu milljarða króna og breytti nafni keðjunnar tveimur árum síðar.


Tengdar fréttir

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands

Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×