Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19
Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:26
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11.9.2025 15:14
Sushi Corner lokar Veitingastaðnum Sushi Corner á Akureyri hefur verið lokað. Viðskipti innlent 1. september 2025 12:12
Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Lífið 1. september 2025 11:24
Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt „Það verður allt á helmingsafslætti hjá okkur í dag og alla helgina,“ segir Karel Ólafsson en hann opnar Preppbarinn á Hafnargötu 90 í Keflavík í dag ásamt Birgi Halldórssyni. Lífið samstarf 29. ágúst 2025 11:01
Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn. Lífið 28. ágúst 2025 13:21
Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust. Viðskipti innlent 26. ágúst 2025 14:19
Gunnar Ágúst til Dineout Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 13:11
Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Veitingastaður óskaði aðstoðar lögreglu vegna erlends ferðamanns sem neitaði að greiða reikninginn. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði viðkomandi að framvísa gildum skilríkjum, hótaði að „kýla og drepa“ lögregluþjón og streittist verulega á móti. Innlent 23. ágúst 2025 07:37
Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 09:49
Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Lífið 18. ágúst 2025 15:12
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14. ágúst 2025 15:07
Barinn við barinn en gerandinn farinn Lögregla leitar enn að manni sem veitti öðrum manni höfuðhögg á bar við Engihjalla í nótt og flúði svo vettvang. Innlent 12. ágúst 2025 16:28
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Viðskipti erlent 12. ágúst 2025 11:06
Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Nýir eigendur tóku við rekstri Kaffi Laugalækjar í dag. Fráfarandi eigendur hlakka til nýrra verkefna og segja veitingarekstur mikið hugsjónastarf. Nýir eigendur lofa sömu stemningu og fyrr en boða í senn breytingar. Lífið 11. ágúst 2025 20:26
„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Kraftbar og veitingahús opnar senn í sögufrægu næturlífshúsnæði við Bankastræti fimm. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, er í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Viðskipti innlent 9. ágúst 2025 15:10
Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er orðinn árlegur gestur hér á landi enda sjúkur í góðan mat og veiði. Hann virðist ekki hafa orðið svikinn af heimsókn sinni hingað til lands ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum. Lífið 28. júlí 2025 11:01
Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur. Viðskipti innlent 27. júlí 2025 17:26
Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum. Innlent 27. júlí 2025 07:47
„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. Neytendur 24. júlí 2025 18:58
Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. Innlent 24. júlí 2025 11:43
Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. Viðskipti innlent 24. júlí 2025 10:48
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. Innlent 9. júlí 2025 16:32