Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:00 Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun