Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 9. apríl 2025 10:32 Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun