Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar 25. mars 2025 10:32 Ísraelsríki hefur fengið að komast upp með stórfelld brot á alþjóðalögum í áratugi. Það er kominn tími til þess að framfylgja alþjóðalögum og úrskurðum alþjóðlegra dómstóla. Það er kominn tími til að íslenska ríkið framfylgi vilja þjóðarinnar um mannréttindi og réttlæti fyrir Palestínu. Sögubrot Árið 1947 var samþykkt tillaga á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í tvö ríki. Annars vegar ríki Gyðinga og hins vegar ríki Araba. Svæðið var þá undir stjórn breska heimsveldisins síðan eftir fyrri heimsstyrjöld. Skiptingartillagan var augljóslega óréttlát og byggði á djúpstæðri kynþátta- og nýlenduhyggju. Þegar tillagan var samþykkt voru Gyðingar um einn þriðji hluti íbúa og aðeins um 6% landsins í eigu þeirra. Engu að síður gerði tillagan ráð fyrir að Gyðingaríkið fengi 56% af landinu og þar innifalið var stærsti hlutinn af frjósamasta landinu meðfram ströndinni við Miðjarðarhafið. Íbúar svæðisins voru ekki spurðir álits á þessari skiptingu. Í þessari grein er ekki rými til að skoða þessa sögu nánar, en það er mikilvægt að vita að stærstur hluti þeirra Gyðinga sem bjuggu í landinu 1947 hafði flust þangað eftir 1920, og að Gyðingar sem vildu stofna ríki sitt (síonistar) höfðu stundað stórfelld hryðjuverk áratuginn á undan skiptingartillögunni. Palestínumenn höfðu einnig stundað vopnaða andspyrnu, bæði gegn hernámi Breta og gegn Gyðingum, sem þeir skildu að ætluðu sér að taka yfir landið. Sem þeir svo gerðu. Skiptingartillagan var gróf aðför að samfélagi Palestínumanna enda höfnuðu þeir henni og hún tók aldrei gildi. Hins vegar stofnuðu Gyðingar ríki í maí 1948 eftir að vel vopnum búinn og skipulagður her þeirra hrakti um 750 þúsund Palestínumenn af heimilum sínum. Ríkið var viðurkennt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem bera þunga ábyrgð á því óréttláta ástandi sem Ísrael hefur viðhaldið síðan, og reyndar gengið sífellt lengra í óréttlætinu og ofbeldinu. Til að bregðast við því hörmulega ástandi sem skapaðist við þjóðernishreinsanir Gyðinga í Palestínu stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar sérstaka stofnun, UNRWA, til að styðja palestínska flóttamenn á meðan þeir væru á flótta. Réttur þessa fólks til að snúa aftur til heimkynna sinna í Palestínu var viðurkenndur og hefur verið margítrekaður í ályktunum Sameinuðu þjóðanna, en eins og flest vita hefur Ísrael aldrei virt þennan rétt. Stærstur hluti þeirra Palestínumanna sem búa á Gaza eru flóttafólk frá 1948 eða afkomendur þeirra. Óteljandi ályktanir og tilmæli um rétt Palestínufólks til að snúa aftur heim og til að heyja vopnaða andspyrnu gegn hernámi Ísraels hafa verið samþykktar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en vegna yfirburðavalds Bandaríkjanna og stuðnings þeirra við Ísrael hefur aldrei orðið neitt úr þessum ályktunum. Ísrael virðir ekki alþjóðalög Auk þess sem Ísrael fer ekki eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna, hefur ríkið einnig brotið alþjóðalög að mati æðstu alþjóðlegu dómstóla. Árið 2004 komst Alþjóðadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að bygging aðskilnaðarmúra á Vesturbakkanum væri brot á alþjóðalögum og hann bæri að rífa niður. Síðasta sumar, í júlí 2024, komst sami dómstóll að því að Ísrael bæri að hætta ólöglegu hernámi sínu. Þar er miðað við hernám síðan 1967 vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna enn þá vald Ísraels yfir því svæði sem það tók sér árið 1948. Engu að síður er álitið mikilvægt vegna þess að í því er viðurkennt að Ísrael hafi stundað ólöglegt hernám til áratuga og brotið á Palestínumönnum með margvíslegum hætti. Alþjóðadómstóllinn úrskurðar að Ísrael beri skilyrðislaust og án tafar að fara af herteknu svæði síðan 1967 og borga skaðabætur. Hann úrskurðar enn fremur að Ísrael beiti aðskilnaðarstefnu og að öll ríki og allar stofnanir Sameinuðu þjóðanna megi ekki viðurkenna hernámið sem löglegt né heldur að veita Ísrael nokkurn stuðning til að viðhalda þessu ólöglega ástandi. Rétt er að taka fram að þetta álit er ekki um þjóðarmorðið á Gaza, enda var það ekki til umfjöllunar í málinu. Þó að réttur Palestínumanna til vopnaðrar andspyrnu sé óskoraður hafa þeir að mestu reynt friðsamlegar leiðir. Ein af þeim er sniðganga og einangrun. Palestínumenn stofnuðu samtök um þetta árið 2005, samtökin BDS (boycott, divestment and sanctions). Samtökin kalla eftir því að neytendur, stofnanir og ríki sniðgangi vörur frá Ísrael, hætti fjárfestingum í Ísrael og dragi þær til baka og fara fram á þvinganir og refsiaðgerðir gegn Ísraelsríki, þar til réttindi Palestínufólks verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög. Þessi ótrúlega hóflega og sjálfsagða krafa er í raun ekki um annað en að fá að teljast fólk með mannréttindi. Það er ótrúlegt að Ísrael og bandamenn þess ríkis skuli hafna henni og velja í staðinn að traðka á mannréttindum með yfirgengilegu ofbeldi og kúgun, og brjóta undir sig sífellt meira land með hernaði og landráni. Utanríkisstefna Íslands ætti að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar Ísland var eitt fyrst ríkja til að viðurkenna Ísraelsríki. Við berum þunga ábyrgð. Ísland viðurkenndi líka ríki Palestínu, til hliðar við Ísrael, á því landi sem þeim var ætlað samkvæmt skiptingartillögunni 1947. En þeirri viðurkenningu hafa ekki fylgt áþreifanlegar aðgerðir til að knýja Ísrael til að virða alþjóðalög. Ísrael mun ekki láta af hernáminu fyrr en það verður þvingað til þess. Samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins ber Íslandi eins og öðrum löndum skylda til að sjá til þess að Ísrael hætti hernáminu, dragi sig til baka, og borgi skaðabætur. Í ljósi dómsins samþykkti Ísland í september síðastliðnum ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem sagði að þjóðum heims bæri skylda til að beita öllum tiltækum aðgerðum, þar á meðal viðskiptaþvingunum og öðrum refsiaðgerðum, til að enda ólöglegt hernám Ísraels. Nú er kominn tími til aðgerða. Annaðhvort hefur Ísland sjálfstæða utanríkisstefnu eða ekki. Ef við höfum stefnu ætti hún að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar. Og vilji þjóðarinnar er að stöðva þjóðarmorðið á Gaza og hernámið í Palestínu. Ísland þarf að taka skýra opinbera afstöðu og beita viðskiptaþvingunum. Við eigum ekki að bíða og sjá hvað önnur ríki gera. Ef við höfum ekki sjálfstæða utanríkisstefnu ættum við að leggja niður Utanríkisráðuneytið. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísraelsríki hefur fengið að komast upp með stórfelld brot á alþjóðalögum í áratugi. Það er kominn tími til þess að framfylgja alþjóðalögum og úrskurðum alþjóðlegra dómstóla. Það er kominn tími til að íslenska ríkið framfylgi vilja þjóðarinnar um mannréttindi og réttlæti fyrir Palestínu. Sögubrot Árið 1947 var samþykkt tillaga á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í tvö ríki. Annars vegar ríki Gyðinga og hins vegar ríki Araba. Svæðið var þá undir stjórn breska heimsveldisins síðan eftir fyrri heimsstyrjöld. Skiptingartillagan var augljóslega óréttlát og byggði á djúpstæðri kynþátta- og nýlenduhyggju. Þegar tillagan var samþykkt voru Gyðingar um einn þriðji hluti íbúa og aðeins um 6% landsins í eigu þeirra. Engu að síður gerði tillagan ráð fyrir að Gyðingaríkið fengi 56% af landinu og þar innifalið var stærsti hlutinn af frjósamasta landinu meðfram ströndinni við Miðjarðarhafið. Íbúar svæðisins voru ekki spurðir álits á þessari skiptingu. Í þessari grein er ekki rými til að skoða þessa sögu nánar, en það er mikilvægt að vita að stærstur hluti þeirra Gyðinga sem bjuggu í landinu 1947 hafði flust þangað eftir 1920, og að Gyðingar sem vildu stofna ríki sitt (síonistar) höfðu stundað stórfelld hryðjuverk áratuginn á undan skiptingartillögunni. Palestínumenn höfðu einnig stundað vopnaða andspyrnu, bæði gegn hernámi Breta og gegn Gyðingum, sem þeir skildu að ætluðu sér að taka yfir landið. Sem þeir svo gerðu. Skiptingartillagan var gróf aðför að samfélagi Palestínumanna enda höfnuðu þeir henni og hún tók aldrei gildi. Hins vegar stofnuðu Gyðingar ríki í maí 1948 eftir að vel vopnum búinn og skipulagður her þeirra hrakti um 750 þúsund Palestínumenn af heimilum sínum. Ríkið var viðurkennt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem bera þunga ábyrgð á því óréttláta ástandi sem Ísrael hefur viðhaldið síðan, og reyndar gengið sífellt lengra í óréttlætinu og ofbeldinu. Til að bregðast við því hörmulega ástandi sem skapaðist við þjóðernishreinsanir Gyðinga í Palestínu stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar sérstaka stofnun, UNRWA, til að styðja palestínska flóttamenn á meðan þeir væru á flótta. Réttur þessa fólks til að snúa aftur til heimkynna sinna í Palestínu var viðurkenndur og hefur verið margítrekaður í ályktunum Sameinuðu þjóðanna, en eins og flest vita hefur Ísrael aldrei virt þennan rétt. Stærstur hluti þeirra Palestínumanna sem búa á Gaza eru flóttafólk frá 1948 eða afkomendur þeirra. Óteljandi ályktanir og tilmæli um rétt Palestínufólks til að snúa aftur heim og til að heyja vopnaða andspyrnu gegn hernámi Ísraels hafa verið samþykktar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en vegna yfirburðavalds Bandaríkjanna og stuðnings þeirra við Ísrael hefur aldrei orðið neitt úr þessum ályktunum. Ísrael virðir ekki alþjóðalög Auk þess sem Ísrael fer ekki eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna, hefur ríkið einnig brotið alþjóðalög að mati æðstu alþjóðlegu dómstóla. Árið 2004 komst Alþjóðadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að bygging aðskilnaðarmúra á Vesturbakkanum væri brot á alþjóðalögum og hann bæri að rífa niður. Síðasta sumar, í júlí 2024, komst sami dómstóll að því að Ísrael bæri að hætta ólöglegu hernámi sínu. Þar er miðað við hernám síðan 1967 vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna enn þá vald Ísraels yfir því svæði sem það tók sér árið 1948. Engu að síður er álitið mikilvægt vegna þess að í því er viðurkennt að Ísrael hafi stundað ólöglegt hernám til áratuga og brotið á Palestínumönnum með margvíslegum hætti. Alþjóðadómstóllinn úrskurðar að Ísrael beri skilyrðislaust og án tafar að fara af herteknu svæði síðan 1967 og borga skaðabætur. Hann úrskurðar enn fremur að Ísrael beiti aðskilnaðarstefnu og að öll ríki og allar stofnanir Sameinuðu þjóðanna megi ekki viðurkenna hernámið sem löglegt né heldur að veita Ísrael nokkurn stuðning til að viðhalda þessu ólöglega ástandi. Rétt er að taka fram að þetta álit er ekki um þjóðarmorðið á Gaza, enda var það ekki til umfjöllunar í málinu. Þó að réttur Palestínumanna til vopnaðrar andspyrnu sé óskoraður hafa þeir að mestu reynt friðsamlegar leiðir. Ein af þeim er sniðganga og einangrun. Palestínumenn stofnuðu samtök um þetta árið 2005, samtökin BDS (boycott, divestment and sanctions). Samtökin kalla eftir því að neytendur, stofnanir og ríki sniðgangi vörur frá Ísrael, hætti fjárfestingum í Ísrael og dragi þær til baka og fara fram á þvinganir og refsiaðgerðir gegn Ísraelsríki, þar til réttindi Palestínufólks verða virt að fullu í samræmi við alþjóðalög. Þessi ótrúlega hóflega og sjálfsagða krafa er í raun ekki um annað en að fá að teljast fólk með mannréttindi. Það er ótrúlegt að Ísrael og bandamenn þess ríkis skuli hafna henni og velja í staðinn að traðka á mannréttindum með yfirgengilegu ofbeldi og kúgun, og brjóta undir sig sífellt meira land með hernaði og landráni. Utanríkisstefna Íslands ætti að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar Ísland var eitt fyrst ríkja til að viðurkenna Ísraelsríki. Við berum þunga ábyrgð. Ísland viðurkenndi líka ríki Palestínu, til hliðar við Ísrael, á því landi sem þeim var ætlað samkvæmt skiptingartillögunni 1947. En þeirri viðurkenningu hafa ekki fylgt áþreifanlegar aðgerðir til að knýja Ísrael til að virða alþjóðalög. Ísrael mun ekki láta af hernáminu fyrr en það verður þvingað til þess. Samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins ber Íslandi eins og öðrum löndum skylda til að sjá til þess að Ísrael hætti hernáminu, dragi sig til baka, og borgi skaðabætur. Í ljósi dómsins samþykkti Ísland í september síðastliðnum ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem sagði að þjóðum heims bæri skylda til að beita öllum tiltækum aðgerðum, þar á meðal viðskiptaþvingunum og öðrum refsiaðgerðum, til að enda ólöglegt hernám Ísraels. Nú er kominn tími til aðgerða. Annaðhvort hefur Ísland sjálfstæða utanríkisstefnu eða ekki. Ef við höfum stefnu ætti hún að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar. Og vilji þjóðarinnar er að stöðva þjóðarmorðið á Gaza og hernámið í Palestínu. Ísland þarf að taka skýra opinbera afstöðu og beita viðskiptaþvingunum. Við eigum ekki að bíða og sjá hvað önnur ríki gera. Ef við höfum ekki sjálfstæða utanríkisstefnu ættum við að leggja niður Utanríkisráðuneytið. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun