Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 21:24 Frans páfi hefur verið á spítala frá 14. febrúar og var þar á tímabili í bráðri lífshættu. AP/Andrew Medichini Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið. Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið.
Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34
Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05