Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar 21. mars 2025 10:33 Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Vegagerð Þingeyjarsveit Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun