Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. mars 2025 11:33 Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, les dóminn. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. Í málinu var tekist á um um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað megi og hvað megi ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Stefnendur voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Hvert þeirra krafðist 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Öll voru þau beitt piparúða og lýstu því við aðalmeðferðina í febrúar að hafa fundið fyrir áhrifum þess í nokkra daga eftir atburðina sjálfa. Áhrifin voru til dæmis mikill kláði, sviði og einhver þeirra lýstu því að hafa skolfið í nokkra klukkutíma eftir að hafa fengið úðann yfir sig. Þá lýstu þau einnig miklu áfalli og andlegum áhrifum þess til lengri og skemmri tíma að hafa fengið úðann yfir sig. Níumenningarnir sögðu af og frá að mótmælendur hefðu skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælunum lýstu erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri sem stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag líkti aðgerðum lögreglu við rútínu. Vísaði hann til þess að lögregla hefði verið með viðbúnað á fjölda mótmæla vegna sama tilefnis dagana og vikurnar áður. Lögregla hefði því skipulagt hefðbundinn viðbúnað, tíu menn, og aðgerðin hefði snúist um að koma ráðherrunum til og frá fundi og að halda allsherjarreglu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri talið að valdbeiting lögreglu hefði verið saknæm og ólögmæt á vettvangi mótmæla umræddan dag. Hún hafi verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglu og ekki brotið gegn reglum um meðalhóf. Skilyrði miskabóta væru því ekki fyrir hendi. Dóminn má lesa hér. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að aðgerðir lögreglu hefðu ekki verið úr hófi. Engar athugasemdir voru gerðar við orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Við aðalmeðferðina í febrúar voru spilaðar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna þar sem einn mótmælandi var kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða. Þeir hefðu fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu sagði nefndarmenn ekki hafa heyrt þetta orðfæri lögreglumanna við mótmælin í skoðun sinni. Því stæði til að fara aftur yfir myndefnið og skoða málið betur. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, velti því upp hvort nefndin hefði unnið málið hratt í þágu tiltekinnar niðurstöðu. Dómsmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Í málinu var tekist á um um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað megi og hvað megi ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Stefnendur voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Hvert þeirra krafðist 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Öll voru þau beitt piparúða og lýstu því við aðalmeðferðina í febrúar að hafa fundið fyrir áhrifum þess í nokkra daga eftir atburðina sjálfa. Áhrifin voru til dæmis mikill kláði, sviði og einhver þeirra lýstu því að hafa skolfið í nokkra klukkutíma eftir að hafa fengið úðann yfir sig. Þá lýstu þau einnig miklu áfalli og andlegum áhrifum þess til lengri og skemmri tíma að hafa fengið úðann yfir sig. Níumenningarnir sögðu af og frá að mótmælendur hefðu skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælunum lýstu erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri sem stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag líkti aðgerðum lögreglu við rútínu. Vísaði hann til þess að lögregla hefði verið með viðbúnað á fjölda mótmæla vegna sama tilefnis dagana og vikurnar áður. Lögregla hefði því skipulagt hefðbundinn viðbúnað, tíu menn, og aðgerðin hefði snúist um að koma ráðherrunum til og frá fundi og að halda allsherjarreglu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri talið að valdbeiting lögreglu hefði verið saknæm og ólögmæt á vettvangi mótmæla umræddan dag. Hún hafi verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglu og ekki brotið gegn reglum um meðalhóf. Skilyrði miskabóta væru því ekki fyrir hendi. Dóminn má lesa hér. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að aðgerðir lögreglu hefðu ekki verið úr hófi. Engar athugasemdir voru gerðar við orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Við aðalmeðferðina í febrúar voru spilaðar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna þar sem einn mótmælandi var kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða. Þeir hefðu fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu sagði nefndarmenn ekki hafa heyrt þetta orðfæri lögreglumanna við mótmælin í skoðun sinni. Því stæði til að fara aftur yfir myndefnið og skoða málið betur. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, velti því upp hvort nefndin hefði unnið málið hratt í þágu tiltekinnar niðurstöðu.
Dómsmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira