Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 12:36 Mótmælin í Dhaka fóru friðsamlega fram en í Magura kveiktu mótmælendur í húsinu þar sem nauðgunin átti sér stað. AP/Mahmud Hossin Opu Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir. Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir.
Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira