„Núna reynir auðvitað á Rússa“ Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. mars 2025 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar. „Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna. Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.
Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30