Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 12. mars 2025 08:30 Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Loftslagsmál Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun