Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar