Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar